Meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum undir 2 dollara gallonið Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 16:23 Meðalbensínverðið er komið undir 2 dollara á gallonið. Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent
Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent