Jólin eru rauð í Danmörku, vot og mild þriðja árið í röð en Danir velta sér upp úr jólaveðrinu á heimasíðu TV2. Þeir eru hins vegar langt í frá einu Evrópubúarnir sem sjá ekki snjókorn falla þessi jólin en samkvæmt úttektinni eru rauð jól í Osló, Stokkhólmi og Helsinki, höfuðborgum hinna Norðurlandanna.
Meira að segja í Moskvu er boðið upp á sól og fimm stiga hita.
„Í rauninni er aðeins ein höfuðborg í Evrópu sem getur montað sig af snjó á jörðu á aðfangadag í ár, það er Reykjavík á Íslandi.“
