Fullkomið ár KR-inga í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 06:00 Grafík/Fréttablaðið Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira