Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2015 11:31 Árni Oddur settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Vísir/Valli Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira