Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 13:49 Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58