Vill skylda erlenda ferðamenn til að kaupa tryggingu Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 20:14 Elín Hirst vill vernda björgunarsveitir landsins sem bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna með því að skylda þá til að greiða tryggingagjald. Vísir/Stöð 2 Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14
Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41