Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Hér má sjá Manuelu klædda í kjólinn fræga þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/HH Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið