Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira