Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:05 Ríkissaksóknari hefur ákært parið. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi. Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi.
Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31