Ljúka ekki við samning í dag Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Mikið er tekist á um peninga á ráðstefnunni. Vísir/AFP Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00
Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00
COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30