Ljúka ekki við samning í dag Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Mikið er tekist á um peninga á ráðstefnunni. Vísir/AFP Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00
Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00
COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30