Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 11. desember 2015 14:00 Saga Arjan var sögð í fréttum Stöðvar 2. Hann er átta mánaða gamall með hjartagalla sem krefst skurðaðgerðar. Vísir/Stöð2 Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Að minnsta kosti tvö langveik börn voru í hópi þeirra 27 Albana sem sendir voru úr landi aðfaranótt fimmtudags. Hinn þriggja ára gamli Kevi er með slímseigjusjúkdóm og hinn átta mánaða gamli Arjan fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að þrátt fyrir að stofnuninni sé ekki heimilt að hafa samband við yfirvöld í heimaríki hælisleitenda þá séu aðstæður kannaðar þar áður en hælisleitendur eru sendir úr landi. „Ef þjónustan er ekki til staðar sem viðkomandi þarf á að halda þá veitum við dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Kristín. Samkvæmt skýrslu Landinfo, greiningardeildar innan útlendingaeftirlitsins í Noregi, frá því í september er Albanía eitt fátækasta ríki Evrópu. Þar segir að þótt lagaramminn varðandi vernd barna sé til staðar þá sé almennt litið svo á að barnavernd sé ábótavant. Velferðarkerfi fyrir börn sé ófullnægjandi, þar skorti nauðsynlega þjónustu og mörg börn hljóti ekki opinbera þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda.Ólöf Nordal innanríkisráðherraÓlöf Nordal innanríkisráðherra segist ætla að fara yfir það hvort með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmd í útlendingamálum. Í júlí greindi Fréttablaðið frá því að sjö Albanar, þar af foreldrar með barn, hefðu verið sendir fyrirvaralaust úr landi með sama hætti og nú var gert. Þá gerði Ólöf engar athugasemdir við brottflutninginn og sagði hann í samræmi við þær reglur sem gilda í málaflokknum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur engum Albönum verið veitt hæli hér á landi. Þetta staðfesti Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, við Fréttablaðið þann 19. október síðastliðinn og sagði: „Yfirleitt er ástandið í Albaníu þannig að fólk er ekki í hættu og á því ekki rétt á vernd.“ Alls eru 34 prósent þeirra sem sótt hafa um vernd á Íslandi það sem af er ári frá Albaníu.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira