Hallgrímur litli á hvergi betur heima 13. desember 2015 10:00 "Við fengum þá hugmynd að fá sýninguna lánaða hjá Þjóðminjasafninu enda á Hallgrímur hvergi betur heima en í sinni heimakirkju,“ segir Inga. MYNDIR/STEFÁN Sýningin Jólin hans Hallgríms var nýverið opnuð í Hallgrímskirkju. Hún byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og myndum Önnu Cynthiu Leplar og fjallar um jólin þegar sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson var lítill strákur. Sýningin var jólasýning Þjóðminjasafnsins í fyrra. Barnabókin Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur kom út fyrir jólin í fyrra en hún segir frá jólum Hallgríms Péturssonar og systkina hans í Gröf á Höfðaströnd fyrir um 400 árum. Jólasýning Þjóðminjasafnsins í fyrra var byggð á henni. Þar voru stækkaðar myndir úr bókinni, hljóðbrot og eftirgerðir af innanstokksmunum og leikföngum frá fyrri tíð sem börnin máttu snerta og leika sér með.Myndirnar úr bókinni gefa hugmynd um hvernig fólk leit út og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig fyrir 400 árum.„Nýlega kom upp sú hugmynd að fá þessa sýningu lánaða hjá Þjóðminjasafninu því hvar á Hallgrímur litli betur heima en í sinni heimakirkju?“ segir Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju. „Því var afar vel tekið og við höfum átt yndislegt samstarf við Þjóðminjasafnið. Við ákváðum að prófa að setja sýninguna upp fyrir aftan orgelið á annarri hæð kirkjunnar en það er rými sem okkur hefur lengi langað til að nýta betur. Við fórum svo í að aðlaga sýninguna rýminu og hefur að mínu mati tekist vel til. Ferðamennirnir streyma upp að skoða og svo höfum við boðið leikskóla- og skólahópum að koma í heimsókn og fræðast um jólin til forna. Inga tekur á móti hópunum. „Við byrjum yfirleitt á því að labba einn hring um kirkjuna og förum svo upp að skoða sýninguna. Ég segi þeim styttri útgáfu af sögunni með áherslu á jólin og svo fá þau að leika sér og skoða leikföng fyrri tíma. Ef tími gefst til geta þau líka föndrað stjörnu.“ Sýningunni, jafnt og bókinni, er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn inn í bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir um fjögur hundruð árum, en í fyrra voru nákvæmlega fjögur hundruð ár frá fæðingu Hallgríms. Myndirnar úr bókinni gefa hugmynd um hvernig fólk leit út og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig.“ Inga vonast til að hægt verði að endurtaka sýninguna á næsta ári. „Það er þó ekki búið að taka ákvörðun um það en mér finnst hún hvergi eiga betur heima. Þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma sýna henni líka áhuga. Við erum með upplýsingatexta á ensku en það væri gaman að bæta frekari þýðingum úr bókinni við.“Leikskóla- og skólahópum er boðið að koma og skoða sýninguna. Inga byrjar á því að sýna þeim kirkjuna og fer svo með þeim upp á aðra hæð en sýningunni hefur verið komið fyrir fyrir aftan orgelið.Á sýningunni eru stækkaðar myndir úr bókinni Jólin hans Hallgríms og eftirgerðir af innanstokksmunum og leikföngum frá fyrri tíð.Börnin geta leikið sér með leggi og skeljar og nútímaútgáfu af gamla gripahúsinu í Betlehem. Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin
Sýningin Jólin hans Hallgríms var nýverið opnuð í Hallgrímskirkju. Hún byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og myndum Önnu Cynthiu Leplar og fjallar um jólin þegar sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson var lítill strákur. Sýningin var jólasýning Þjóðminjasafnsins í fyrra. Barnabókin Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur kom út fyrir jólin í fyrra en hún segir frá jólum Hallgríms Péturssonar og systkina hans í Gröf á Höfðaströnd fyrir um 400 árum. Jólasýning Þjóðminjasafnsins í fyrra var byggð á henni. Þar voru stækkaðar myndir úr bókinni, hljóðbrot og eftirgerðir af innanstokksmunum og leikföngum frá fyrri tíð sem börnin máttu snerta og leika sér með.Myndirnar úr bókinni gefa hugmynd um hvernig fólk leit út og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig fyrir 400 árum.„Nýlega kom upp sú hugmynd að fá þessa sýningu lánaða hjá Þjóðminjasafninu því hvar á Hallgrímur litli betur heima en í sinni heimakirkju?“ segir Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju. „Því var afar vel tekið og við höfum átt yndislegt samstarf við Þjóðminjasafnið. Við ákváðum að prófa að setja sýninguna upp fyrir aftan orgelið á annarri hæð kirkjunnar en það er rými sem okkur hefur lengi langað til að nýta betur. Við fórum svo í að aðlaga sýninguna rýminu og hefur að mínu mati tekist vel til. Ferðamennirnir streyma upp að skoða og svo höfum við boðið leikskóla- og skólahópum að koma í heimsókn og fræðast um jólin til forna. Inga tekur á móti hópunum. „Við byrjum yfirleitt á því að labba einn hring um kirkjuna og förum svo upp að skoða sýninguna. Ég segi þeim styttri útgáfu af sögunni með áherslu á jólin og svo fá þau að leika sér og skoða leikföng fyrri tíma. Ef tími gefst til geta þau líka föndrað stjörnu.“ Sýningunni, jafnt og bókinni, er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn inn í bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir um fjögur hundruð árum, en í fyrra voru nákvæmlega fjögur hundruð ár frá fæðingu Hallgríms. Myndirnar úr bókinni gefa hugmynd um hvernig fólk leit út og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig.“ Inga vonast til að hægt verði að endurtaka sýninguna á næsta ári. „Það er þó ekki búið að taka ákvörðun um það en mér finnst hún hvergi eiga betur heima. Þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma sýna henni líka áhuga. Við erum með upplýsingatexta á ensku en það væri gaman að bæta frekari þýðingum úr bókinni við.“Leikskóla- og skólahópum er boðið að koma og skoða sýninguna. Inga byrjar á því að sýna þeim kirkjuna og fer svo með þeim upp á aðra hæð en sýningunni hefur verið komið fyrir fyrir aftan orgelið.Á sýningunni eru stækkaðar myndir úr bókinni Jólin hans Hallgríms og eftirgerðir af innanstokksmunum og leikföngum frá fyrri tíð.Börnin geta leikið sér með leggi og skeljar og nútímaútgáfu af gamla gripahúsinu í Betlehem.
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin