„Og þá brast ég í söng“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2015 17:30 „Maður verður að taka í nefið, hugsa um börnin sín, gefa út plötu og mæta í viðtöl,“ segir KK. Vísir/GVA Kristján Kristjánsson tónlistarmaður, kallaður KK, er nýbúinn að huga að trillu sinni, Æðruleysinu, eftir aftakaveður sem gekk yfir landið. Ekkert tjón varð og hann er því feginn. Hann nýtur þess að sækja sjóinn, veiðir þorsk sem hann eldar sjálfur og gefur fjölskyldu og vinum aflann. Hann hlustar á náttúruna, vill lifa í sátt við hana. Og hann hlustar eftir einhverju meira eins og tónlistarmenn gera gjarnan og reynir að miðla því í tónlist sinni. „Mér finnst stundum eins og ég tengist þungum straumi, “ segir hann um tónlistina. Þessari sýn hans á lífið og tilveruna er gerð skil í heimildamynd Denna Karlssonar, Á Æðruleysinu. Með myndinni fylgir geisladiskur með átján lögum úr safni KK. Áður en geisladiskurinn kom út gróf KK upp minningar og sögur á bak við hvert laga sinna. Blaðamaðurinn Árni Matthíasson gerir þeim skil. KK var einnig tilbúinn til að deila þeim með blaðamanni. Í engri sérstakri röð fá lögin að ryðjast fram. Minningarnar á bak við lögin eru honum sumar þungbærar en jafnframt dýrmætar en aðrar einkennast af gleði og jafnvel sterkum fögnuði. Eða ró. Eins og lagið sem útgáfan er nefnt eftir. Á æðruleysinu. Á æðruleysinu Dagur líður, nóttin færist nær Blessuð sólin kyssir rauðan sæ Ég sigli í höfn um leið og sólin sest Úti á sjó er gott að vera en heima er best Ég finn það fyrir rest Það einfalda er best„Ég hef alltaf haldið að það séu allir að pæla í því sama og ég. Að við séum öll eins. En svo verður maður stundum svo hissa, hvað er hann ekkert að pæla í þessu? Ég hef oft verið að pæla í þessum andlegu málum og því að sé eitthvað meira en við sjáum hérna á jörðinni. Jafnvel að það sé fylgst með okkur. Að það sé líf eftir dauðann, þótt ég skrifi ekki upp á einhver trúarbrögð. Ég veit ekkert hver æðri mátturinn er og hvort hann er. Ég er bara opinn fyrir þessu. Það eru einhverjir gúrúar búnir að vera á ferðinni. Sem vita meira heldur en aðrir. Þeir eru manneskjur sem geta íhugað og fundið fyrir einhverri tíðni sem við hin verðum ekki vör við. Eins og Jesús. Ég held hann hafi verið svona gúrú. Tónlistin er nátengd allri þessari dulúð. Af því hvað er tónlist? Það eru engin orð sem lýsa henni. Tónlist hefur einhver áhrif á þig, hún getur grætt þig, glatt þig. Farið með þig í þvílíkan fögnuð. Þetta er eitthvað svo magnað. Það er eðlilegt fyrir tónlistarmenn að vera opnir fyrir einhverju meiru en við sjáum í kringum okkur. Eitthvað hefur þetta með einfaldleikann að gera líka. Maður flækir oft málin mikið. Þú sérð hvernig þessir gúrúar lifa. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Lifa einföldu lífi og eru ekki að pæla í því að sanka að sér dóti. Maður hefur bara daginn í dag. Það er svo einfalt. Þegar þú nærð því að vita þetta, þá slakar þú algjörlega á. Þú getur fengið sekúndubrot af þessu en svo hrífstu með umhverfinu í kringum þig. Eins og eðlilegt er. Vísir/GVA Maður verður að taka í nefið, hugsa um börnin sín, gefa út plötu og mæta í viðtöl,“ segir hann og býður í nefið. „Ég flýt sjálfur stundum á Æðruleysinu og þetta er það sem ég pæli í. En ég vildi tileinka mér þetta betur. Stundum er þetta bara tal.“ En með talinu og hugleiðingunum og söngnum, er maður þá ekki að traðka svolítið slóðina fyrir sig? „Þetta er boðskapur en maður verður að láta verkin tala. Í mínu tilfelli fer ég með bænir á hverjum degi, helst oft á dag. Þá tengi ég mig við þennan mátt sem ég held að sé til staðar.“ Hvernig bænir ferðu með? „Ég bið bara um að ég megi vera í vilja þessa æðri máttar. Parkera mínum eigin vilja sem er bara vesen og ná þessum einfaldleika. Maður getur svo lítið gert ef maður er að hugsa bæði um fortíð og framtíð og er með alls kyns áhyggjur og væntingar. Þá er maður ekki í núinu.“ Álfablokkin Í álfablokkinni bjó Lítil stúlka og mjó Hún átti sér draum Suður með sjó Þar álfadrengurinn bjó„Þetta lag er um dóttur mína, hana Sóleyju. Hún er fædd 1978 og þetta lag er samið 1993. Sóley er frumburður okkar. Hún breytist í þetta óargardýr sem unglingur getur verið. Hún vill bara fara sínar eigin leiðir. Hún vill ekki lengur fara út með ruslið, taka til í herberginu sínu, ryksuga. En áður, þá var hún hvers manns hugljúfi og alltaf til í allt. Já, ég skal gera það! Það var kominn einhver umskiptingur. Við vorum ekki vön þessu, þetta var fyrsti unglingurinn okkar. Þetta er um það. Þá bjuggum við í blokk í Álfheimunum. Svo kom hún heim með fyrsta kærastann, sem var úr Keflavík, suður með sjó. Hún kemur allt í einu heim með þennan strák með sítt, rautt flaksandi hár. Hann var í útvíðum buxum. Þær voru trosnaðar að neðan og svo dró hann lappirnar og umlaði þegar hann talaði. Ég sá bara mig í þessum unga manni, það var nú ekki gott því ég hugsaði þá bara um eitt. Það fyrsta sem mér datt í hug var bara, ég vil drepa hann! Svo var þetta bara allt í lagi,“ segir KK og hlær. Lucky one Standing by the window Looking at the sea Big ol' mountain talking to me Says I am the lucky one„Þetta er fyrsta lagið sem ég slæ í gegn með á Íslandi. Ég hitti stundum krakka á þrítugsaldri sem finnst þau orðin svo gömul, kannski bara rétt liðlega þrítug og þeim finnst þau ekki hafa gert neitt. Ég gaf út mína fyrstu plötu þrjátíu og fimm ára. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segi ég þá við þá. „Þetta lag verður til á fyllerí að sumri til. Ég er nýkominn til Íslands, er í svakalegum fögnuði yfir að vera kominn heim. Ég var búinn að vera hér í svona hálft ár og stend þarna í þessari gleði minn í álafossúlpunni minni, ég er með sláturkepp í vasanum sem ég er að skera mér sneiðar af. Og svo brast ég bara í söng þarna í fögnuðinum og yfir fjallasýninni sem blasti við mér þegar ég stóð þarna á Klapparstígnum og horfði til hafs. Ég áttaði mig á hvers ég hafði saknað og hvað vantaði í líf mitt. Fjöllin og hafið. Fjöllin sem er eins og stóri bróðir manns, verndari. Ég hafði dvalið um langa hríð í Svíþjóð. Við hjónin fórum út, það hafði ekki verið neitt plan, vorum að læra. Eignuðumst tvö börn, skildum, tókum saman aftur. Og allt í einu voru liðin þrettán ár þannig að þetta var kröftug tilfinning sem brast út í lagi þarna sem ég stóð. Svo mánuði síðar er ég í stúdíó. Það ótrúlega við það að það er ekki búið að semja lagið. Ég byrja að spila þetta lag, eitthvað riff og byrja að syngja þetta gleðivers mitt. Hafði ekki sungið þetta með gítar áður. Hafði ekki einu sinni pælt í því að gera lag úr því. Þeir byrja bara að renna inni í lagið með mér, þeir Sigtryggur Baldursson á trommunum og Þorleifur á bassanum. Þarna var lagið svo bara samið, æft og tekið upp, allt í einni töku. Mér finnst þetta svo fallegt lag því ég var ekki með neinar væntingar. Það er sprottið af hreinni gleði.“ Vísir/GVA Grand Hotel Hávær þögn í myrkrinu í huga mér. Svart og hvítt eru litadýrð sem dugar hér. Tíminn frosinn, stendur kyrr. Mér finnst ég hafi séð allt fyrr á Grand Hótel„Þegar ég fluttist til Svíþjóðar þá flutti Pétur bróðir minn þangað líka. Þar úti bjó frændi okkar, Jónsi. Þetta lag er um hann. Við vorum allir að drekka svolítið á þessum tíma og reykja líka. En Jónsi hann fór lengra í neyslunni en við bræðurnir nokkurn tímann. Við Pétur fluttum heim til Íslands en Jónsi varð eftir. Pétur fór í heimsókn til Svíþjóðar. Þegar hann kemur til baka þá segir hann mér frá þessari ferð og því hvernig komið er fyrir Jónsa. Ég grét hreinlega yfir fréttunum og þessu vonleysi, að geta ekkert gert fyrir hann. Pétur segir mér einnig frá því að hann hafi komið við á hóteli sem okkur þótti öllum gaman að heimsækja í Svíþjóð, Grand hótel. Glæsilegt hótel þar sem er hátt til lofts. En einmitt þegar Pétur heimsækir Jónsa er verið að gera það upp, þar inni er allt í ryki og drasli vegna viðgerða. Það mynduðust einhver hughrif um ástandið á gamla Grand hótel og því hvernig var komið fyrir Jónasi. Þannig varð þetta lag til. Því Jónsi var líka svo glæsilegur og góður drengur.“ I think of angels Gods speed to you angel where ever you go although you have left I want you to know My heart's full of sorrow I won't let it show I'll see you again when it's my time to go.„Við fengum símtal um miðja nótt árið 1992 og fengum þær fréttir að Inger systir sem bjó í Bandaríkjunum hefði dáið í bílslysi. Ég og Ellen þurfum að fara til mömmu um nóttina og segja henni að Inger sé dáin. Það var erfitt, Inger var frumburðurinn og hún og mamma afar nánar. Hún mamma brotnaði niður við fréttirnar og svo fórum við út til Bandaríkjanna til að takast á við þetta. Ég tók aldrei út sorgina á þessum tíma. Var svolítið með allt á herðum mér. Nokkrum mánuðum seinna voru haldnir stórir útgáfutónleikar fyrir Beina leið fyrir vestan. Ég var staddur uppi á lofti á Vagninum á Flateyri og fer að strömma þetta á gítarinn. Ég næ bara sambandi og sit þarna með tárin og er að tala við Inger í fyrsta skipti eftir að hún dó. Allt í einu bankar sorgin upp á. Eftir allan þennan tíma. Rétt áður en ég á að fara inn á sviðið. Allir sýndu þessu skilning og ég fékk að jafna mig áður en ég fór á svið. Ég gaf ekki út lagið fyrr en tveimur árum seinna og þá söng Ellen það. Það hefur síðan verið sungið margoft í jarðarförum og ég er svo ánægður að lagið hennar Inger hafi orðið svo mörgum öðrum huggun.“ Vísir/GVA Englar himins grétu í dag Englar himins flykktust að, englar himins grétu í dag, sorgin bjó sig heiman að.„Ég settist líka niður með gítarinn þegar flugslysið varð í Skerjafirði árið 2000. Sex ungmenni fórust og ég samdi það til að finna eigin tilfinningum útrás, ég fann til sorgar og sterkrar samkenndar. Þessir krakkar voru að koma frá skemmtun, þetta eru krakkar sem eru á sama aldri og þú og krakkarnir mínir. Ég fann svo til með ástvinum þeirra. Ég tók upp gítarinn til að díla við þetta eins og ég hef kannski gert áður. Svo tókum við þetta upp í sundlauginni í Mosfellsbæ, það kom vel út. Eyþór tók upp, Matthías Hemstock var á trommum og Guðmundur Pétursson á gítar og Þorleifur Guðjónsson á bassa. Þeir lögðu svo mikið í þetta. Þess vegna er lagið svo gott.“ Aleinn í heimi Aleinn í heimi er, Best að ég gleymi mér Aleinn í heimi er, svarið er inni í mér Ég leita langt yfir sakmmt Inní mér býr svarið, samt Finn ég ekki það sem ég leita að„Þetta er lag um hvað maður er vitlaus. Við upplifum okkur oft eins og við séum alein í heiminum en maður er aldrei aleinn. Þú ert allan tímann tengdur við jörðina, himinninn er fyrir ofan þig og lífið allt í kring. Indíánarnir áttuðu sig á þessu þegar þeir drápu buffalóana, þá sögðu þeir, fyrirgefðu buffaló ég þarf að drepa þig, seinna meir munt þú borða mig þegar ég vex upp úr jörðinni. Ég geri það sama þegar ég fer á veiðar, segir fyrirgefðu þorskur bróðir minn, ég þarf að drepa þig og gera að þér. Seinna meir færðu að borða mig. Mér finnst mikilvægt að taka tillit til þess að það er svo margt fleira. Það er svo margt sem er framandi fyrir okkur í þessum einstaklingshyggjuheimi. Einstein sagði, einn mesti misskilningur mannfólksins er að halda að við séum fleiri en einn. Þetta áttuðu þjóðir eins og indíánarnir sig á. Ef menn trúa ekki á guð og svona, það er allt í lagi. Við getum samt borið virðingu fyrir umhverfinu og hverju öðru. Það er til eitt lögmál sem allir verða að gegna, það er náttúrulögmálið.“ Þjóðvegur 66 Þá bræður hörfa er herja vítisöfl Til eru höfðingjar Við Íslands bláu fjöll Sem heldur vilja deyja En lifa í þeirri smán Að hafa ekki gefið Sem þeir gátu verið án„Leikritið Þrúgur reiðinnar fjallaði um flóttamenn sem flúðu þurrka og fóru í vesturátt eftir þjóðvegi 66. Ég sé þjóðveg 66 í dag fyrir mér sem samnefndara yfir flóttafólkið sem flýr frá Sýrlandi, Afghanistan og öllum þessu stríðshrjáðu svæðum.Það er svo mikið sem við getum verið án. Lífið gefur svo mikið. Við höfum svo mikið vel efni á því að taka á móti fólki. Það er besta hjálpin, fyrir okkur að hjálpa öðrum.Það voru hundruðir þúsundir manna sem flúðu þurrkinn. Svo voru svona menn eins og Woodie Guthrie sem voru að syngja um þetta. Hans fjölskylda missti allt, mamma hans varð geðbiluð. Það var sandur úti um allt, fauk inn um allar rifur. Ég og Kjartan Ragnarsson unnum í svolítinn tíma í hugmyndavinnu í Borgarleikhúsinu að leikritinu. Ég setti upp plötuspilara á staðnum og var með plötur Woodie Guthrie og við hlustum á tónlist og fengum myndir frá þessum tíma og vorum bara að pæla í þessu. Ég fann sterkt fyrir þessu fólki. Ég hafði svo sterka trú á þessum málum. Að hér væri göfugt fólk, höfðingjar með göfug hjörtu. Ég er bara alinn upp þannig. Maður verður svo hissa þegar maður kemst að því að það hugsa ekki allir svona. Við erum með sterka siðferðiskennd, erum bókmenntaþjóð og svo dugleg og kappsöm. En ég er ekki viss um að það búi lengur ein þjóð í þessu landi, við lifum ekki öll eftir þessum gildum. Við verðum að halda áfram að tala um þessi góðu gildi. Það er alltaf bergmál sem lifir löngu eftir að eitthvað gott og þarft er sagt. Boðskapur hippanna, það er enn að finna bergmál af honum. Og máttug orð, þau verður að segja eða syngja. Aftur og aftur og aftur. Þegar Jens Stoltenberg lét ekki bugast í Útey og minnti á hin góðu gildi og ástina þá hafði það sterk áhrif. Og hefur enn sterk varnaráhrif. Þetta er eins og að slá á streng, titringurinn hefur áhrif á aðra strengi, það heyrist ómur af þeim með.“ Bráðum vetur Ég hefði getað verið Miklu betri en ég var Ég hefði getað verið sem mér bar En ég var bara ungur Og vissi ekki betur Og nú er komið haust, bráðum vetur„Miðað við allt sem þú veist í dag, myndir þú vilja nota það fyrr í tíma? Hugsaðu þér að vera þroskuð og fara aftur og vera fimmtán ára. Og njóta þess að vera þessi góða manneskja sem þú ert í dag með allan þennan þroska. Myndir þú gera það? Sleppa því að gera mistök og gera eitthvað gott í staðinn? Það má velta þessu fyrir sér. Ég er á því að það sé ferðalagið sem skipti máli. Að fara veginn.“ Tónlist Flugslys í Skerjafirði 2000 Menning Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Kristján Kristjánsson tónlistarmaður, kallaður KK, er nýbúinn að huga að trillu sinni, Æðruleysinu, eftir aftakaveður sem gekk yfir landið. Ekkert tjón varð og hann er því feginn. Hann nýtur þess að sækja sjóinn, veiðir þorsk sem hann eldar sjálfur og gefur fjölskyldu og vinum aflann. Hann hlustar á náttúruna, vill lifa í sátt við hana. Og hann hlustar eftir einhverju meira eins og tónlistarmenn gera gjarnan og reynir að miðla því í tónlist sinni. „Mér finnst stundum eins og ég tengist þungum straumi, “ segir hann um tónlistina. Þessari sýn hans á lífið og tilveruna er gerð skil í heimildamynd Denna Karlssonar, Á Æðruleysinu. Með myndinni fylgir geisladiskur með átján lögum úr safni KK. Áður en geisladiskurinn kom út gróf KK upp minningar og sögur á bak við hvert laga sinna. Blaðamaðurinn Árni Matthíasson gerir þeim skil. KK var einnig tilbúinn til að deila þeim með blaðamanni. Í engri sérstakri röð fá lögin að ryðjast fram. Minningarnar á bak við lögin eru honum sumar þungbærar en jafnframt dýrmætar en aðrar einkennast af gleði og jafnvel sterkum fögnuði. Eða ró. Eins og lagið sem útgáfan er nefnt eftir. Á æðruleysinu. Á æðruleysinu Dagur líður, nóttin færist nær Blessuð sólin kyssir rauðan sæ Ég sigli í höfn um leið og sólin sest Úti á sjó er gott að vera en heima er best Ég finn það fyrir rest Það einfalda er best„Ég hef alltaf haldið að það séu allir að pæla í því sama og ég. Að við séum öll eins. En svo verður maður stundum svo hissa, hvað er hann ekkert að pæla í þessu? Ég hef oft verið að pæla í þessum andlegu málum og því að sé eitthvað meira en við sjáum hérna á jörðinni. Jafnvel að það sé fylgst með okkur. Að það sé líf eftir dauðann, þótt ég skrifi ekki upp á einhver trúarbrögð. Ég veit ekkert hver æðri mátturinn er og hvort hann er. Ég er bara opinn fyrir þessu. Það eru einhverjir gúrúar búnir að vera á ferðinni. Sem vita meira heldur en aðrir. Þeir eru manneskjur sem geta íhugað og fundið fyrir einhverri tíðni sem við hin verðum ekki vör við. Eins og Jesús. Ég held hann hafi verið svona gúrú. Tónlistin er nátengd allri þessari dulúð. Af því hvað er tónlist? Það eru engin orð sem lýsa henni. Tónlist hefur einhver áhrif á þig, hún getur grætt þig, glatt þig. Farið með þig í þvílíkan fögnuð. Þetta er eitthvað svo magnað. Það er eðlilegt fyrir tónlistarmenn að vera opnir fyrir einhverju meiru en við sjáum í kringum okkur. Eitthvað hefur þetta með einfaldleikann að gera líka. Maður flækir oft málin mikið. Þú sérð hvernig þessir gúrúar lifa. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Lifa einföldu lífi og eru ekki að pæla í því að sanka að sér dóti. Maður hefur bara daginn í dag. Það er svo einfalt. Þegar þú nærð því að vita þetta, þá slakar þú algjörlega á. Þú getur fengið sekúndubrot af þessu en svo hrífstu með umhverfinu í kringum þig. Eins og eðlilegt er. Vísir/GVA Maður verður að taka í nefið, hugsa um börnin sín, gefa út plötu og mæta í viðtöl,“ segir hann og býður í nefið. „Ég flýt sjálfur stundum á Æðruleysinu og þetta er það sem ég pæli í. En ég vildi tileinka mér þetta betur. Stundum er þetta bara tal.“ En með talinu og hugleiðingunum og söngnum, er maður þá ekki að traðka svolítið slóðina fyrir sig? „Þetta er boðskapur en maður verður að láta verkin tala. Í mínu tilfelli fer ég með bænir á hverjum degi, helst oft á dag. Þá tengi ég mig við þennan mátt sem ég held að sé til staðar.“ Hvernig bænir ferðu með? „Ég bið bara um að ég megi vera í vilja þessa æðri máttar. Parkera mínum eigin vilja sem er bara vesen og ná þessum einfaldleika. Maður getur svo lítið gert ef maður er að hugsa bæði um fortíð og framtíð og er með alls kyns áhyggjur og væntingar. Þá er maður ekki í núinu.“ Álfablokkin Í álfablokkinni bjó Lítil stúlka og mjó Hún átti sér draum Suður með sjó Þar álfadrengurinn bjó„Þetta lag er um dóttur mína, hana Sóleyju. Hún er fædd 1978 og þetta lag er samið 1993. Sóley er frumburður okkar. Hún breytist í þetta óargardýr sem unglingur getur verið. Hún vill bara fara sínar eigin leiðir. Hún vill ekki lengur fara út með ruslið, taka til í herberginu sínu, ryksuga. En áður, þá var hún hvers manns hugljúfi og alltaf til í allt. Já, ég skal gera það! Það var kominn einhver umskiptingur. Við vorum ekki vön þessu, þetta var fyrsti unglingurinn okkar. Þetta er um það. Þá bjuggum við í blokk í Álfheimunum. Svo kom hún heim með fyrsta kærastann, sem var úr Keflavík, suður með sjó. Hún kemur allt í einu heim með þennan strák með sítt, rautt flaksandi hár. Hann var í útvíðum buxum. Þær voru trosnaðar að neðan og svo dró hann lappirnar og umlaði þegar hann talaði. Ég sá bara mig í þessum unga manni, það var nú ekki gott því ég hugsaði þá bara um eitt. Það fyrsta sem mér datt í hug var bara, ég vil drepa hann! Svo var þetta bara allt í lagi,“ segir KK og hlær. Lucky one Standing by the window Looking at the sea Big ol' mountain talking to me Says I am the lucky one„Þetta er fyrsta lagið sem ég slæ í gegn með á Íslandi. Ég hitti stundum krakka á þrítugsaldri sem finnst þau orðin svo gömul, kannski bara rétt liðlega þrítug og þeim finnst þau ekki hafa gert neitt. Ég gaf út mína fyrstu plötu þrjátíu og fimm ára. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ segi ég þá við þá. „Þetta lag verður til á fyllerí að sumri til. Ég er nýkominn til Íslands, er í svakalegum fögnuði yfir að vera kominn heim. Ég var búinn að vera hér í svona hálft ár og stend þarna í þessari gleði minn í álafossúlpunni minni, ég er með sláturkepp í vasanum sem ég er að skera mér sneiðar af. Og svo brast ég bara í söng þarna í fögnuðinum og yfir fjallasýninni sem blasti við mér þegar ég stóð þarna á Klapparstígnum og horfði til hafs. Ég áttaði mig á hvers ég hafði saknað og hvað vantaði í líf mitt. Fjöllin og hafið. Fjöllin sem er eins og stóri bróðir manns, verndari. Ég hafði dvalið um langa hríð í Svíþjóð. Við hjónin fórum út, það hafði ekki verið neitt plan, vorum að læra. Eignuðumst tvö börn, skildum, tókum saman aftur. Og allt í einu voru liðin þrettán ár þannig að þetta var kröftug tilfinning sem brast út í lagi þarna sem ég stóð. Svo mánuði síðar er ég í stúdíó. Það ótrúlega við það að það er ekki búið að semja lagið. Ég byrja að spila þetta lag, eitthvað riff og byrja að syngja þetta gleðivers mitt. Hafði ekki sungið þetta með gítar áður. Hafði ekki einu sinni pælt í því að gera lag úr því. Þeir byrja bara að renna inni í lagið með mér, þeir Sigtryggur Baldursson á trommunum og Þorleifur á bassanum. Þarna var lagið svo bara samið, æft og tekið upp, allt í einni töku. Mér finnst þetta svo fallegt lag því ég var ekki með neinar væntingar. Það er sprottið af hreinni gleði.“ Vísir/GVA Grand Hotel Hávær þögn í myrkrinu í huga mér. Svart og hvítt eru litadýrð sem dugar hér. Tíminn frosinn, stendur kyrr. Mér finnst ég hafi séð allt fyrr á Grand Hótel„Þegar ég fluttist til Svíþjóðar þá flutti Pétur bróðir minn þangað líka. Þar úti bjó frændi okkar, Jónsi. Þetta lag er um hann. Við vorum allir að drekka svolítið á þessum tíma og reykja líka. En Jónsi hann fór lengra í neyslunni en við bræðurnir nokkurn tímann. Við Pétur fluttum heim til Íslands en Jónsi varð eftir. Pétur fór í heimsókn til Svíþjóðar. Þegar hann kemur til baka þá segir hann mér frá þessari ferð og því hvernig komið er fyrir Jónsa. Ég grét hreinlega yfir fréttunum og þessu vonleysi, að geta ekkert gert fyrir hann. Pétur segir mér einnig frá því að hann hafi komið við á hóteli sem okkur þótti öllum gaman að heimsækja í Svíþjóð, Grand hótel. Glæsilegt hótel þar sem er hátt til lofts. En einmitt þegar Pétur heimsækir Jónsa er verið að gera það upp, þar inni er allt í ryki og drasli vegna viðgerða. Það mynduðust einhver hughrif um ástandið á gamla Grand hótel og því hvernig var komið fyrir Jónasi. Þannig varð þetta lag til. Því Jónsi var líka svo glæsilegur og góður drengur.“ I think of angels Gods speed to you angel where ever you go although you have left I want you to know My heart's full of sorrow I won't let it show I'll see you again when it's my time to go.„Við fengum símtal um miðja nótt árið 1992 og fengum þær fréttir að Inger systir sem bjó í Bandaríkjunum hefði dáið í bílslysi. Ég og Ellen þurfum að fara til mömmu um nóttina og segja henni að Inger sé dáin. Það var erfitt, Inger var frumburðurinn og hún og mamma afar nánar. Hún mamma brotnaði niður við fréttirnar og svo fórum við út til Bandaríkjanna til að takast á við þetta. Ég tók aldrei út sorgina á þessum tíma. Var svolítið með allt á herðum mér. Nokkrum mánuðum seinna voru haldnir stórir útgáfutónleikar fyrir Beina leið fyrir vestan. Ég var staddur uppi á lofti á Vagninum á Flateyri og fer að strömma þetta á gítarinn. Ég næ bara sambandi og sit þarna með tárin og er að tala við Inger í fyrsta skipti eftir að hún dó. Allt í einu bankar sorgin upp á. Eftir allan þennan tíma. Rétt áður en ég á að fara inn á sviðið. Allir sýndu þessu skilning og ég fékk að jafna mig áður en ég fór á svið. Ég gaf ekki út lagið fyrr en tveimur árum seinna og þá söng Ellen það. Það hefur síðan verið sungið margoft í jarðarförum og ég er svo ánægður að lagið hennar Inger hafi orðið svo mörgum öðrum huggun.“ Vísir/GVA Englar himins grétu í dag Englar himins flykktust að, englar himins grétu í dag, sorgin bjó sig heiman að.„Ég settist líka niður með gítarinn þegar flugslysið varð í Skerjafirði árið 2000. Sex ungmenni fórust og ég samdi það til að finna eigin tilfinningum útrás, ég fann til sorgar og sterkrar samkenndar. Þessir krakkar voru að koma frá skemmtun, þetta eru krakkar sem eru á sama aldri og þú og krakkarnir mínir. Ég fann svo til með ástvinum þeirra. Ég tók upp gítarinn til að díla við þetta eins og ég hef kannski gert áður. Svo tókum við þetta upp í sundlauginni í Mosfellsbæ, það kom vel út. Eyþór tók upp, Matthías Hemstock var á trommum og Guðmundur Pétursson á gítar og Þorleifur Guðjónsson á bassa. Þeir lögðu svo mikið í þetta. Þess vegna er lagið svo gott.“ Aleinn í heimi Aleinn í heimi er, Best að ég gleymi mér Aleinn í heimi er, svarið er inni í mér Ég leita langt yfir sakmmt Inní mér býr svarið, samt Finn ég ekki það sem ég leita að„Þetta er lag um hvað maður er vitlaus. Við upplifum okkur oft eins og við séum alein í heiminum en maður er aldrei aleinn. Þú ert allan tímann tengdur við jörðina, himinninn er fyrir ofan þig og lífið allt í kring. Indíánarnir áttuðu sig á þessu þegar þeir drápu buffalóana, þá sögðu þeir, fyrirgefðu buffaló ég þarf að drepa þig, seinna meir munt þú borða mig þegar ég vex upp úr jörðinni. Ég geri það sama þegar ég fer á veiðar, segir fyrirgefðu þorskur bróðir minn, ég þarf að drepa þig og gera að þér. Seinna meir færðu að borða mig. Mér finnst mikilvægt að taka tillit til þess að það er svo margt fleira. Það er svo margt sem er framandi fyrir okkur í þessum einstaklingshyggjuheimi. Einstein sagði, einn mesti misskilningur mannfólksins er að halda að við séum fleiri en einn. Þetta áttuðu þjóðir eins og indíánarnir sig á. Ef menn trúa ekki á guð og svona, það er allt í lagi. Við getum samt borið virðingu fyrir umhverfinu og hverju öðru. Það er til eitt lögmál sem allir verða að gegna, það er náttúrulögmálið.“ Þjóðvegur 66 Þá bræður hörfa er herja vítisöfl Til eru höfðingjar Við Íslands bláu fjöll Sem heldur vilja deyja En lifa í þeirri smán Að hafa ekki gefið Sem þeir gátu verið án„Leikritið Þrúgur reiðinnar fjallaði um flóttamenn sem flúðu þurrka og fóru í vesturátt eftir þjóðvegi 66. Ég sé þjóðveg 66 í dag fyrir mér sem samnefndara yfir flóttafólkið sem flýr frá Sýrlandi, Afghanistan og öllum þessu stríðshrjáðu svæðum.Það er svo mikið sem við getum verið án. Lífið gefur svo mikið. Við höfum svo mikið vel efni á því að taka á móti fólki. Það er besta hjálpin, fyrir okkur að hjálpa öðrum.Það voru hundruðir þúsundir manna sem flúðu þurrkinn. Svo voru svona menn eins og Woodie Guthrie sem voru að syngja um þetta. Hans fjölskylda missti allt, mamma hans varð geðbiluð. Það var sandur úti um allt, fauk inn um allar rifur. Ég og Kjartan Ragnarsson unnum í svolítinn tíma í hugmyndavinnu í Borgarleikhúsinu að leikritinu. Ég setti upp plötuspilara á staðnum og var með plötur Woodie Guthrie og við hlustum á tónlist og fengum myndir frá þessum tíma og vorum bara að pæla í þessu. Ég fann sterkt fyrir þessu fólki. Ég hafði svo sterka trú á þessum málum. Að hér væri göfugt fólk, höfðingjar með göfug hjörtu. Ég er bara alinn upp þannig. Maður verður svo hissa þegar maður kemst að því að það hugsa ekki allir svona. Við erum með sterka siðferðiskennd, erum bókmenntaþjóð og svo dugleg og kappsöm. En ég er ekki viss um að það búi lengur ein þjóð í þessu landi, við lifum ekki öll eftir þessum gildum. Við verðum að halda áfram að tala um þessi góðu gildi. Það er alltaf bergmál sem lifir löngu eftir að eitthvað gott og þarft er sagt. Boðskapur hippanna, það er enn að finna bergmál af honum. Og máttug orð, þau verður að segja eða syngja. Aftur og aftur og aftur. Þegar Jens Stoltenberg lét ekki bugast í Útey og minnti á hin góðu gildi og ástina þá hafði það sterk áhrif. Og hefur enn sterk varnaráhrif. Þetta er eins og að slá á streng, titringurinn hefur áhrif á aðra strengi, það heyrist ómur af þeim með.“ Bráðum vetur Ég hefði getað verið Miklu betri en ég var Ég hefði getað verið sem mér bar En ég var bara ungur Og vissi ekki betur Og nú er komið haust, bráðum vetur„Miðað við allt sem þú veist í dag, myndir þú vilja nota það fyrr í tíma? Hugsaðu þér að vera þroskuð og fara aftur og vera fimmtán ára. Og njóta þess að vera þessi góða manneskja sem þú ert í dag með allan þennan þroska. Myndir þú gera það? Sleppa því að gera mistök og gera eitthvað gott í staðinn? Það má velta þessu fyrir sér. Ég er á því að það sé ferðalagið sem skipti máli. Að fara veginn.“
Tónlist Flugslys í Skerjafirði 2000 Menning Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið