Kaupmenn á Laugavegi sagðir hunsa lokanir borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 16:43 Gangandi vegfarendur á Laugaveginum. Vísir/Stefán Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira