Jaguar í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 12:19 Jaguar ætlar eins og margur annar bílaframleiðandinn að smíða rafmagnsbíl. Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent
Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent