Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 19:00 Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45