Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2015 19:00 Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. Hann áætlar að þegar sé búið að setja milljarða króna í rannsóknir á svæðinu. Það var í tíð síðustu ríkisstjórnar sem fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Tveir hópar hafa nú leyfi, annar undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og hinn undir forystu kínverska félagsins CNOOC. Eftir að loftlagsráðstefnunni lauk í París um helgina heyrast nú kröfur um að íslensk stjórnvöld falli frá olíuleitinni. Dæmi um þá miklu fjármuni sem þegar eru farnir í leitina sáum við í haust þegar rannsóknarskip kom til Reyðarfjarðar áður en það lagði í mánaðarlangan leiðangur á Drekasvæðið ásamt aðstoðarskipi. Kostnaður við þennan verkþátt var áætlaður um einn milljarður króna. Orkumálastjóri segir erfitt að meta hve háar skaðabótakröfur yrðu ef íslensk stjórnvöld hættu við. „Það hefur enginn ábyrgur aðili á Íslandi ákveðið að fara í slíka vegferð og ég á eftir að sjá það,“ segir Guðni A. Jóhannesson, spurður um þennan möguleika. Með því segir hann að verið væri að brjóta samninga, sem væri alvarlegt mál. Leyfin væru þannig að ef þessir aðildar fyndu olíu ættu þeir rétt á að vinna hana, svo fremi að þeir uppfylltu alla skilmála, eins og um öryggis- og umhverfisþætti. „Ég hugsa að þeir peningar sem eru komnir í þetta verkefni séu auðvitað einhverjir milljarðar. En hver stærðagráðan yrði á hugsanlegri skaðabótakröfu, það get ég ekkert sagt um,“ segir Guðni. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Orkumálastjóri telur það hins vegar ekki endilega víst að það sé best fyrir umhverfið að hætta við olíuleitina heldur gæti það haft öfug áhrif. Hann bendir á að mesti skaðinn sé vegna aukinnar kolabrennslu. „Ef við drögum úr olíuvinnslu á þessu stigi málsins þá erum við að segja að kolabrennsla verði að aukast, - með sömu orkunotkun og sömu þörf. Besta ráðið er auðvitað að draga úr orkunotkun með betri orkunýtingu og síðan að framleiða orku með vistvænni aðferðum, - en ekki að taka út þá orkugjafa sem þó eru skárri heldur en kolin,“ segir orkumálastjóri. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45