Jose Aldo segist enn erfitt með að sætta sig við tapið gegn Conor McGregor í UFC-bardaga þeirra í Las Vegas um helgina.
McGregor kom öllum að óvörum með því að rota Aldo eftir aðeins þrettán sekúndur í fyrstu lotu en Aldo hafði aldrei fyrr tapað MMA-bardaga og var efstur á styrkleikalista UFC, pund fyrir pund.
Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum
„Ég á enn erfitt með að innbyrða þetta,“ sagði Aldo í samtali við Combate í heimalandinu.
„Við æfðum vel og gerðum allt rétt. En úrslitin voru ekki jákvæð. Það mun taka smástund að vinna úr þessu en þetta er hluti af íþróttinni.“
„Við töluðum við Dana White [forseta UFC] strax eftir bardagann en það var of snemmt að ræða saman. Auðvitað vil ég fá annan bardaga og ég tel að ég hafi rétt á því. Ferillinn minn talar sínu máli.“
„Þetta gekk ekki í þetta skiptið en ég mun hafa betur að lokum.“
Aldo vill annan bardaga við McGregor
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


