Kjóladagatalið 2015 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. desember 2015 11:00 Hulda segir það bæði áskorun og skemmtun að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“ Jólafréttir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“
Jólafréttir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira