Putin segir Tyrki hafa ákveðið að „sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands, á blaðamannafundinum í dag. Visir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan. Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan.
Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira