5 nýir Saab til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 10:10 Saab 9-3 Aero. National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent