Tvísýnt um pólitískt líf Illuga Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2015 16:01 Málefni RUV hefur löngum reynst menntamálaráðherrum erfið, og nú lítur út fyrir að Illugi þurfi að taka verulega út af reikningi sinnar pólitísku innistæðu í þeim efnum. Seinna í dag er búist við því að frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um RÚV ohf. verði kynnt. Frumvarpið hefur verið fast í ríkisstjórn von úr viti en til stóð að leggja það fram fyrir löngu. Málið snýst um hvort frumvarpið kveði á um óbreytt útvarpsgjald, 17.800 krónur eða lækkun eins og kveður á um í fjárlögum, niður í 16.400 krónur. Ef sú verður niðurstaðan þýðir það að Illugi getur ekki talist maður orða sinna – sem er ákaflega þröng staða fyrir ráðherra að vera í.Sjá frétt Vísis frá því fyrr í dag.Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Ingvi Hrafn Óskarsson, þá formaður stjórnar RUV, hafi í apríl á þessu ári fært stjórn þau skilaboð frá Illuga að ekki stæði til að lækka útvarpsgjaldið. Og til þess nyti Illugi stuðnings Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Það þykir eftirtektarvert að þetta telji hafa skipt máli út af fyrir sig. Og þegar það bætist ofan á erfið mál sem Illugi hefur átt í á árinu, tengslum hans við fyrirtækið Orku Energy, er víst að staða hans telst orðin afar veik.Magnús Geir ómyrkur í máliÚt frá þessu hefur Magnús Geir Þórðarson og stjórnin unnið; allar áætlanir byggja á þessu. Magnús Geir var óvenju ómyrkur í máli á opnum fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi: „Þetta er auðvitað algjörlega galið, algjörlega galin staða fyrir okkur að vera í og fyrir marga aðra. Við erum búin að vera að vinna í átta mánuði eftir plani sem lagt var upp af ráðherra og ráðuneyti og við erum að gera áætlanir þar sem þetta er fast í hendi. Við viljum fá botn í þetta, þannig að fjármögnunin sé tryggð, í það minnsta til fjögurra ára svo við þurfum ekki að standa í þessu á hverju einasta ári.“ Eyjan hafði þetta eftir Magnúsi Geir. En talið er að lækkun útvarpsgjalds þýði 500 milljónum króna minna framlag en áætlanir Magnúsar gerðu ráð fyrir.Fyrirheit ráðherra í uppnámi Frumvarp Illuga hefur setið fast í ríkisstjórn og er ástæðan sögð sú að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi breytt um afstöðu, þeir telji sig ekki hafa stuðning þingflokkanna til að fara með málið fram með þeim hætti að gjaldið verði óbreytt. Það gætu talist svik við Illuga og setja hann óhjákvæmilega í erfiða stöðu, sé litið til loforða hans til forráðamanna RÚV. Agnes Bragadóttir á Morgunblaðinu fullyrðir að það sé einkum Sigmundur Davíð sem standi fastur á lækkun gjaldsins. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður VG segir alvarlegt ef yfirlýsingar ráðherra í vor um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað standist ekki og setur auðvitað Ríkisútvarpið í uppnám. „Það er ljóst að þar hefur verið unnið innandyra samkvæmt nýrri framtíðarsýn sem ég heyri ekki betur en að þyki í anda laganna um almannaútvarpið, skorið niður um fimm prósent í rekstri og lóðin seld til að bæta skuldastöðu. Það er engin málefnaleg ástæða til að lækka gjaldið og því þykir mér mjög miður ef fyrirheit ráðherra munu ekki verða að veruleika,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Vekur spurningar um stöðu Illuga Spurð um pólitíska stöðu Illuga segir Katrín þetta vissulega vekja spurningar um stuðning hans innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Málið er í klemmu, því bæði Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, sem bæði eiga sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, hafa talað með þeim hætti að óásættanlegt sé að fallið verði frá hugmyndum um lækkun útvarpsgjalds. En, þeir stjórnmálagreinendur fréttastofu sem Vísir hefur rætt við telja víst að fram komi einhvers konar málamiðlun; að Illugi verði ekki látinn alveg á kaldan klaka, en þetta mun koma í ljós um kvöldmatarleytið. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Seinna í dag er búist við því að frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um RÚV ohf. verði kynnt. Frumvarpið hefur verið fast í ríkisstjórn von úr viti en til stóð að leggja það fram fyrir löngu. Málið snýst um hvort frumvarpið kveði á um óbreytt útvarpsgjald, 17.800 krónur eða lækkun eins og kveður á um í fjárlögum, niður í 16.400 krónur. Ef sú verður niðurstaðan þýðir það að Illugi getur ekki talist maður orða sinna – sem er ákaflega þröng staða fyrir ráðherra að vera í.Sjá frétt Vísis frá því fyrr í dag.Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Ingvi Hrafn Óskarsson, þá formaður stjórnar RUV, hafi í apríl á þessu ári fært stjórn þau skilaboð frá Illuga að ekki stæði til að lækka útvarpsgjaldið. Og til þess nyti Illugi stuðnings Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Það þykir eftirtektarvert að þetta telji hafa skipt máli út af fyrir sig. Og þegar það bætist ofan á erfið mál sem Illugi hefur átt í á árinu, tengslum hans við fyrirtækið Orku Energy, er víst að staða hans telst orðin afar veik.Magnús Geir ómyrkur í máliÚt frá þessu hefur Magnús Geir Þórðarson og stjórnin unnið; allar áætlanir byggja á þessu. Magnús Geir var óvenju ómyrkur í máli á opnum fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi: „Þetta er auðvitað algjörlega galið, algjörlega galin staða fyrir okkur að vera í og fyrir marga aðra. Við erum búin að vera að vinna í átta mánuði eftir plani sem lagt var upp af ráðherra og ráðuneyti og við erum að gera áætlanir þar sem þetta er fast í hendi. Við viljum fá botn í þetta, þannig að fjármögnunin sé tryggð, í það minnsta til fjögurra ára svo við þurfum ekki að standa í þessu á hverju einasta ári.“ Eyjan hafði þetta eftir Magnúsi Geir. En talið er að lækkun útvarpsgjalds þýði 500 milljónum króna minna framlag en áætlanir Magnúsar gerðu ráð fyrir.Fyrirheit ráðherra í uppnámi Frumvarp Illuga hefur setið fast í ríkisstjórn og er ástæðan sögð sú að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi breytt um afstöðu, þeir telji sig ekki hafa stuðning þingflokkanna til að fara með málið fram með þeim hætti að gjaldið verði óbreytt. Það gætu talist svik við Illuga og setja hann óhjákvæmilega í erfiða stöðu, sé litið til loforða hans til forráðamanna RÚV. Agnes Bragadóttir á Morgunblaðinu fullyrðir að það sé einkum Sigmundur Davíð sem standi fastur á lækkun gjaldsins. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður VG segir alvarlegt ef yfirlýsingar ráðherra í vor um að útvarpsgjaldið yrði ekki lækkað standist ekki og setur auðvitað Ríkisútvarpið í uppnám. „Það er ljóst að þar hefur verið unnið innandyra samkvæmt nýrri framtíðarsýn sem ég heyri ekki betur en að þyki í anda laganna um almannaútvarpið, skorið niður um fimm prósent í rekstri og lóðin seld til að bæta skuldastöðu. Það er engin málefnaleg ástæða til að lækka gjaldið og því þykir mér mjög miður ef fyrirheit ráðherra munu ekki verða að veruleika,“ segir Katrín í samtali við Vísi.Vekur spurningar um stöðu Illuga Spurð um pólitíska stöðu Illuga segir Katrín þetta vissulega vekja spurningar um stuðning hans innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Málið er í klemmu, því bæði Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir, sem bæði eiga sæti í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar, hafa talað með þeim hætti að óásættanlegt sé að fallið verði frá hugmyndum um lækkun útvarpsgjalds. En, þeir stjórnmálagreinendur fréttastofu sem Vísir hefur rætt við telja víst að fram komi einhvers konar málamiðlun; að Illugi verði ekki látinn alveg á kaldan klaka, en þetta mun koma í ljós um kvöldmatarleytið.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira