Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 12:49 Sigmundur og Bjarni voru búnir að lofa Illuga stuðningi við óbreytt útvarpsgjald, en nú hins vegar bregður svo við að frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni. visir/stefán Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira