Haukar komust auðveldlega í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins í handknattleik en liðið vann þægilegan sigur á ÍR, 37-29, í DB Schenkerhöllinni.
Staðan í hálfleik var 21-15 og var sigur þeirra aldrei spurning. Adam Haukur Baumruk skoraði tíu mörk fyrir Hauka og Janus Daði Smárason var með sjö mörk í leiknum.
Hjá ÍR-ingum var Arnar Birkir Hálfdánsson flottur og skoraði átta mörk.
