Innlent

120 björgunar­sveitar­menn í viðbragðsstöðu á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrið er eitthvað seinna á ferðinni en spáð var.
Veðrið er eitthvað seinna á ferðinni en spáð var. Vísir/Vilhelm
Um 120 björgunarsveitarmenn eru nú í viðbragðsstöðu í húsnæðum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og bíða verkefna. Einhverjir eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að veðrið sé eitthvað seinna á ferðinni en spáð var og enn hafa engar beiðnir um aðstoð borist.

„Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna ófærðar í bænum. Nokkrir bílar voru fastir á Helgafellsbraut og færð farin að þyngjast í úthverfum,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Raskanir á ferðum strætó í dag

Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×