Porsche opnar söluumboð fyrir eldri Porsche bíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 12:00 Eldri gerðir Porsche bíla fyrir utan nýtt söluumboð þeirra í Hollandi. Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent
Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent