Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2015 09:00 Árelía Dröfn, Daði, Íris Elma og Benjamín ásamt jóladagatalinu góða. Vísir/AntonBrink „Við fengum þessa hugmynd í fyrra þegar okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Daði Guðjónsson um jóladagatalið sem hann föndraði fyrir börnin sín ásamt konu sinni en flestir ættu að kannast við jóladagatöl í ýmsu formi sem notað er til þess að telja niður dagana fram að jólum. Dagatalið sem hér um ræðir er ekki uppfullt af súkkulaðimolum eða litlum gjöfum heldur er lítill poki áfastur hverjum degi sem geymir hugmynd að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hann segir hugmyndirnar hvorki dýrar né flóknar í framkvæmd heldur sé það einmitt samveran með fjölskyldunni sem sé einmitt það einna mikilvægasta við aðventuna og jólin. „Það getur verið hvað sem er. Bara eitthvað sem er örlítið út frá vananum og pínu spennandi.“ Hann segir börnin hæstánægð með dagatalið og að ekki ríki minni ánægja á meðal foreldrana. „Við foreldrarnir erum alveg næstum því meira spennt heldur en krakkarnir,“ segir hann glaður í bragði. Daði segir að ekki hafi tekið langan tíma að rigga dagatalinu upp og það sé algjör óþarfi fyrir aðra áhugasama að mikla það fyrir sér. „Þetta er bara skemmtilegt. Þetta var bara ein kvöldstund með konunni og við fórum yfir hvað við gætum gert. Það er svo margt í boði í kringum mann sem maður áttar sig ekki á og kostar ekki mikið,“ segir hann og bætir að lokum við: „Þetta þarf ekkert að vera eitthvað ótrúlega flókið, krökkunum finnst bara gaman að eyða tíma saman.“Hugmyndir að afþreyinguFara í ísbíltúrFara á sleðaGera piparkökuhúsSkautasvellið á Ingólfstorgi eða kíkja í SkautahöllinaFara á bókasafniðHorfa á jólamynd og eiga kósýkvöldDekurdagur hjá ömmu og afa Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól
„Við fengum þessa hugmynd í fyrra þegar okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Daði Guðjónsson um jóladagatalið sem hann föndraði fyrir börnin sín ásamt konu sinni en flestir ættu að kannast við jóladagatöl í ýmsu formi sem notað er til þess að telja niður dagana fram að jólum. Dagatalið sem hér um ræðir er ekki uppfullt af súkkulaðimolum eða litlum gjöfum heldur er lítill poki áfastur hverjum degi sem geymir hugmynd að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hann segir hugmyndirnar hvorki dýrar né flóknar í framkvæmd heldur sé það einmitt samveran með fjölskyldunni sem sé einmitt það einna mikilvægasta við aðventuna og jólin. „Það getur verið hvað sem er. Bara eitthvað sem er örlítið út frá vananum og pínu spennandi.“ Hann segir börnin hæstánægð með dagatalið og að ekki ríki minni ánægja á meðal foreldrana. „Við foreldrarnir erum alveg næstum því meira spennt heldur en krakkarnir,“ segir hann glaður í bragði. Daði segir að ekki hafi tekið langan tíma að rigga dagatalinu upp og það sé algjör óþarfi fyrir aðra áhugasama að mikla það fyrir sér. „Þetta er bara skemmtilegt. Þetta var bara ein kvöldstund með konunni og við fórum yfir hvað við gætum gert. Það er svo margt í boði í kringum mann sem maður áttar sig ekki á og kostar ekki mikið,“ segir hann og bætir að lokum við: „Þetta þarf ekkert að vera eitthvað ótrúlega flókið, krökkunum finnst bara gaman að eyða tíma saman.“Hugmyndir að afþreyinguFara í ísbíltúrFara á sleðaGera piparkökuhúsSkautasvellið á Ingólfstorgi eða kíkja í SkautahöllinaFara á bókasafniðHorfa á jólamynd og eiga kósýkvöldDekurdagur hjá ömmu og afa
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól