Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira