„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:09 Gylfi Ingvarsson. vísir/vilhelm Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30