Betri leikmaður en fyrir ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 06:30 Vísir/Anton Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira