Til marks um að laun hafi hækkað of mikið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2015 18:30 Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent