Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Ferskvatnsvistkerfi verða fyrir hvað mestu álagi vegna hlýnunar. fréttablaðið/gva Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35