Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2015 10:00 Fiddi vissi að hann var dauðvona og hafði valið lögin við jarðarförina. Logi hefur gengið frá útförinni. visir/Stefán/Vilhelm/Bergur Ólafsson Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika. Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika.
Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08