Endurkoma Honda S2000 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 12:41 Honda S2000 á marga aðdáendur. motor1.com Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Honda hefur ekki framleitt sportbílinn S2000 síðan árið 2009, en íhugar nú að hefja framleiðslu hans aftur. Fyrir skömmu hittust eigendur og aðdáendur Honda S2000 bíla á árlegri hátíð í Bretlandi og þar voru einnig samankomnir nokkrir starfsmenn þróunardeildar Honda. Þar var eftir þeim haft að til stæði að smíða aftur S2000 bíla. Yrði hann boðinn með að minnsta kosti tveimur vélarkostum, 1,5 lítra VTEC forþjöppuvél sem skilar 180 hestöflum og sömu 306 hestafla vélinni og finna má í Honda Civic Type R. Með öflugri vélinni verður bíllinn stífari á fjöðrum. Til stendur að hafa S2000 áfram með afturhjóladrifi og bjóða hann eingöngu með 6 gíra “short-shift” beinskiptingu. Honda kynnti hugmyndabílinn S660 fyrr á þessu ári og héldu margir að hann væri ofar á lista en nýr S2000, en svo virðist ekki vera og mun S2000 því fyrr líta dagsljósið. Munu margir aðdáendur hans kætast við þær fréttir.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira