Volvo S90 Coupe árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 14:36 Volvo S90 Coupe. worldcarfans Volvo er nýbúið að kynna S90 bíl sinn sem leysir af hólmi S80 bíl sinn. Eftir 5 ár ætlar Volvo að bjóða S90 bílinn í Coupe útfærslu. Áður en að honum kemur mun Volvo bjóða langbaksgerð bílsins og fær hann stafina V90. Verður sá bíll kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður kominn á markað fyrir lok næsta árs. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Volvo framleiði einnig blæjuútgáfu af S90 og fengi hann þá stafina C90. Allar gerðir bílsins verða einvörðungu með fjögurra strokka vélar, allt að 400 hestöflum með aðstoð rafmótora. Volvo ætlar eftir kynningu V90 bílsins að leggja áherslu á nýjar 40- og 60-gerðir bíla sinna og eiga þeir að koma á markað árið 2017. Volvo ætlar síðan að kynna hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2019. Það er því margt spennandi í kortunum hjá Volvo og sala bíla þeirra gengur einkar vel um þessar mundir. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Volvo er nýbúið að kynna S90 bíl sinn sem leysir af hólmi S80 bíl sinn. Eftir 5 ár ætlar Volvo að bjóða S90 bílinn í Coupe útfærslu. Áður en að honum kemur mun Volvo bjóða langbaksgerð bílsins og fær hann stafina V90. Verður sá bíll kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður kominn á markað fyrir lok næsta árs. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Volvo framleiði einnig blæjuútgáfu af S90 og fengi hann þá stafina C90. Allar gerðir bílsins verða einvörðungu með fjögurra strokka vélar, allt að 400 hestöflum með aðstoð rafmótora. Volvo ætlar eftir kynningu V90 bílsins að leggja áherslu á nýjar 40- og 60-gerðir bíla sinna og eiga þeir að koma á markað árið 2017. Volvo ætlar síðan að kynna hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2019. Það er því margt spennandi í kortunum hjá Volvo og sala bíla þeirra gengur einkar vel um þessar mundir.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent