Innlent

300 björgunar­sveitar­menn klárir í slaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Hjálparsveitar skáta í Kópavogi að gera sig klára fyrir kvöldið.
Liðsmenn Hjálparsveitar skáta í Kópavogi að gera sig klára fyrir kvöldið. Mynd/Guðmundur K. Einarsson
Verulega er farið að hvessa á Suðurlandi og reiknað með því að lægðin færist í vesturátt og nær suðvesturhorninu og höfuðborgarsvæðinu eftir því sem líður á kvöldið. Um 300 björgunarsveitarmenn sinna nú lokunum fyrir vegagerð og lögreglu eða eru í viðbragðsstöðu í húsi.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir björgunarsveitarfólk hafa sinnt einhverjum verkefnum fyrir austan fjall og á Suðurnesjum í dag auk Vestmannaeyja. Þau hafi þó ekki verið mörg en fólk sé í startholunum fyrir kvöldið enda bendi flest til þess að spár rætist.

Ólöf segir stærstan hluta björgunarsveitarfólks á Suðurlandinu og höfuðborgarsvæðinu en svo raði fólk sér eftir því sem veðrið færist.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×