Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka.
„Það eru farnar þakplötur hér af húsi fyrir ofan Hvolsvöll. Þakið er að fara af,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við að fleiri þök standi tæpt. Björgunarsveitarmenn séu að meta stöðuna en eins og veðrið sé núna sé lítið hægt að gera.
„Þú gerir ekkert við þakplötur í svona veðri.“
Sveinn Kristján er uppalinn á Hvolsvelli en segist ekki muna eftir öðru eins á svæðinu. „Það er alltaf gott veður hérna,“ segir yfirlögregluuþjónninn sem á von á erfiðu kvöldi.
„Það er orðið snælduvitlaust veður.“
Neyðarlínan hefur sent öllum á svæðinu nærri Hvolsvelli sms þar sem þeir eru beðnir um að halda sig innandyra vegna foks á járnplötum.
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“

Tengdar fréttir

Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum.

Rafmagnslaust var Vestur-Skaftafellssýslu
Rafmagn datt fyrst út upp úr klukkan átta og svo fljótlega aftur.

Reykjanesbraut lokað
Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg.