Innlent

Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni í Reykjavík. Einn bátur hefur slitnað frá en hafnsögumaður sem fréttastofan ræddi við sagði fyrirsjáanlegt að fleiri bátar myndu einnig slitna frá. Ekki er hægt að huga að bátunum vegna veðurs.

Fyrst var sagt frá málinu á vef RÚV, en þar segir að eigendur bátanna hafi verið látnir vita með smáskilaboðum í gær, að þeir ættu að færa bátana. Svo virðist sem að eigendur tólf smábáta hafi ekki sinnt þeim skilaboðum, eða þau hafi ekki borist til þeirra.

Björgunarsveitarmenn hafa verið á vettvangi en aðstæður bjóða ekki upp á að þeir geti gripið inn í.

Okkar fólk var niðri við Reykjavíkurhöfn rétt í þessu, en þar var tilkynnt um að bátar hafi losnað. Mikið rok er á svæðinu og aðstæður erfiðar.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, December 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×