Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Næstu þrjá daga reyna stjórnmálamenna að finna leið að loftslagssamningi. fréttablaðið/kjartan „Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins. Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
„Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins.
Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira