Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Næstu þrjá daga reyna stjórnmálamenna að finna leið að loftslagssamningi. fréttablaðið/kjartan „Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Tilfinning mín fyrir gangi mála er góð. Nú hafa ráðamenn það hlutverk að fara yfir einstaka liði textans og reyna að ná samhljómi. Öll pólitíska vinnan er því eftir,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, um gang mála á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). „Samningstextinn er minna og minna þvælinn en hann var í Kaupmannahöfn. Það er allt annar andi yfir öllu hérna svo miðað sé við Kaupmannahafnarfundinn. Í kvöld [í gærkvöldi] verður gefin út fyrsta stöðuskýrslan um hvernig gengið hefur á fyrsta degi viðræðnanna um samningsdrögin,“ segir Hugi. Eins og fjölmiðlar um allan heim greindu frá um helgina liggja fyrir samningsdrög á tæplega 50 síðum – en stórar ákvarðanir á eftir að taka áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyrast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna sig í gegnum og of margar málamiðlanir verði niðurstaðan – og það útvatni samninginn um of. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þá í gærmorgun um að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er í París. Hans tilfinning er sú að menn hafi af því áhyggjur að samningurinn muni ekki uppfylla væntingar, en „vonandi nægilega góður til að hægt sé að vinna með hann næstu ár og þétta leka“. Árni segir mikið rætt að atvinnulífið, fyrirtækin, fái skýr skilaboð um hvert skal stefnt. Eins séu málefni hafsins mikið til umræðu. Árni tekur til þess hversu afdráttarlaus Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í ræðu sinni við upphaf fundar um súrnun norðurhafa þegar hann sagði að loftslagsbreytingar væru að mynda skelfilegar aðstæður í hafinu – með hlýnun þess, hækkun sjávarborðs og vegna súrnunar. „Orð Gunnars Braga eru að mínu viti til marks um að nú fer um menn. Breytingar á sýrustigi sjávar eru meiri en síðastliðin 60 milljón ár. Ofboðslega hraðar breytingar. Vandinn er að Ísland hefur ekki skýra stefnu í loftslagsmálum,“ segir Árni og bætir við að sé þetta niðurstaða utanríkisráðherra knýi hún mjög á um að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verndun hafsins.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira