Innlent

Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu

Vísir/Vilhelm
Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi.

Strætó biður þá sem hafa tök á að fylgjast með vögnum á rauntímakorti sem hafa tök á því. Í tilkynningu segir að á dögum sem þessum setji Strætó öryggi farþega framar öðru og þakkar fyrirtækið auðsýndan skilning og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.Akstursþjónusta fatlaðra mun ekki hefja akstur að svo stöddu.

Allar ferðir fyrir kl.10:00 hafa verið felldar niður og frekari upplýsingar um ferðatilhaganir koma eftir þann tíma.Og sökum veðurs eru engar ferðir á áætlun sem stendur. Frekari upplýsingar um ferðir vagnanna koma um kl.08. Á dögum sem þessum setjum við öryggi farþega okkar framar öðru. Við þökkum auðsýndan skilning og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×