Bensínverð fallið um 35% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 09:23 Á þessari bensínstöð í Bandaríkjunum kostar gallonið undir 2 dollurum. Autoblog Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent
Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent