Húsið sem fauk á Patreksfirði eins berskjaldað og mögulegt er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 11:27 Grunnur hússins á Patreksfirði sem fauk í nótt. Húsið var mannlaust. Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18