Húsið sem fauk á Patreksfirði eins berskjaldað og mögulegt er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 11:27 Grunnur hússins á Patreksfirði sem fauk í nótt. Húsið var mannlaust. Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18