Ein milljón Opel Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 12:51 Nýjasti smellurinn frá Opel. Þó svo að Opel Astra hafi fyrst verið markaðssettur í flestum Evrópuríkjum í nóvember sl. hafa nú þegar borist yfir 65.000 pantanir í hann. Ekkert lát er á uppgangi þýska bílaframleiðandans Opel. Frá höfuðstöðvum þeirra í Rüsselsheim var tilkynnt nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu. Opel og systurfyrirtæki þess Vauxhall í Bretlandi eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð. Þessi söluaukning Opel á ársgrundvelli nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9.800 bílum og markaðshlutdeildin jókst upp í 5,89% í álfunni. Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markað fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65.000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíll frá Opel frá upphafi. Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára. “Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir eins og Mokka og Adam eru að hitta í mark.“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar framundan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer, sem er langbaksgerð Astra.” Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel er í algleymingi. Á árunum 2016 til 2020 ráðgerir Opel að markaðssetja hvorki meira né minna en 29 ný módel. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent
Ekkert lát er á uppgangi þýska bílaframleiðandans Opel. Frá höfuðstöðvum þeirra í Rüsselsheim var tilkynnt nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu. Opel og systurfyrirtæki þess Vauxhall í Bretlandi eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð. Þessi söluaukning Opel á ársgrundvelli nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9.800 bílum og markaðshlutdeildin jókst upp í 5,89% í álfunni. Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markað fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65.000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíll frá Opel frá upphafi. Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára. “Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir eins og Mokka og Adam eru að hitta í mark.“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar framundan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer, sem er langbaksgerð Astra.” Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel er í algleymingi. Á árunum 2016 til 2020 ráðgerir Opel að markaðssetja hvorki meira né minna en 29 ný módel.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent