Rauðkál með beikoni eða kanil Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. desember 2015 19:00 Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur blandar gjarnan beikoni eða sultu saman við heimagerða rauðkálið fyrir jólamáltíðina. myndir/ernir Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur vill ekki sjá dósakál á jólaborðinu. Hún býr ávallt til rauðkál frá grunni og flækir gjarnan uppskriftina eftir því hvernig skapi hún er í. Hún segir rauðkál með beikoni eða kanil sniðuga jólagjöf. Ég nýt þess að fá frí og vera með fjölskyldunni, aðaljólabarnið á heimilinu er þó maðurinn minn. Hann sér yfirleitt um allar skreytingar, ég sé um jólakortin og pakkana. Skemmtilegasta jólahefðin sem við fjölskyldan höfum tileinkað okkur er að fara upp í Hvalfjörð og velja okkur jólatré og saga. Fá okkur svo kakó og piparkökur á eftir,“ segir Bryndís Björk Reynisdóttir, spurð út í aðventuna. Fjölskyldan leggur mikið upp úr góðum mat á jólum og tekur Bryndís ekki í mál að hafa dósarauðkál á borðum, enda garðyrkjufræðingur að mennt. „Við leikum okkur með forréttinn á milli ára en við ruggum ekki bátnum með því að ræða um að breyta aðalréttinum, hamborgarhryggur skal það vera og að sjálfsögðu heimatilbúið rauðkál,“ segir hún sposk. „Flækjustig rauðkálsins fer svo eftir skapi og tíma hverju sinni. Heimagert rauðkál er líka tilvalin jólagjöf handa vinum og ættingjum í fallegum krukkum.“Heimagert rauðkál er alltaf á borðum með hamborgarhryggnum á heimili Bryndísar en ekki alltaf eins. Rauðkál Bryndísar (Upprunalega uppskriftin kemur frá Friðriki V) 1 stór haus rauðkál (frá Sigrúnu Páls á Flúðum) ¾ bolli rauðvísedik eða 4% borðedik 1 stórt Jonagold-epli 1/2 bolli sykur 1 bolli Ribena-saft Sjóðið krukkur og lok. Skerið rauðkálið í fína strimla. Flysjið og kjarnhreinsið epli og skerið í fína bita. Setjið allt í pott og látið malla í 30 – 40 mínútur. Hrærið reglulega. Setjið kálið í krukkur og lokið á meðan það er heitt. Ef rauðkálið er sett í frystipoka þarf að láta það kólna vel áður. Gott er að merkja dagsetninguna þegar kálið er gert á pokann og henda í frystinn. Hærra flækjustig við upprunalegu uppskriftina, eftir skapi:Beikonflækja Bryndís svissar stundum eitt bréf af mögru beikoni í smjöri áður en rauðkáli og rest er blandað saman við. Jólaflækja Bæta við út í pottinn: 1 tsk. kanill ¼ tsk. negull ¼ tsk. múskatSultuflækja Í stað Ribena-saftarinnar er hægt að blanda bolla af rifsberjahlaupi saman við rauðkálið. Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin
Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur vill ekki sjá dósakál á jólaborðinu. Hún býr ávallt til rauðkál frá grunni og flækir gjarnan uppskriftina eftir því hvernig skapi hún er í. Hún segir rauðkál með beikoni eða kanil sniðuga jólagjöf. Ég nýt þess að fá frí og vera með fjölskyldunni, aðaljólabarnið á heimilinu er þó maðurinn minn. Hann sér yfirleitt um allar skreytingar, ég sé um jólakortin og pakkana. Skemmtilegasta jólahefðin sem við fjölskyldan höfum tileinkað okkur er að fara upp í Hvalfjörð og velja okkur jólatré og saga. Fá okkur svo kakó og piparkökur á eftir,“ segir Bryndís Björk Reynisdóttir, spurð út í aðventuna. Fjölskyldan leggur mikið upp úr góðum mat á jólum og tekur Bryndís ekki í mál að hafa dósarauðkál á borðum, enda garðyrkjufræðingur að mennt. „Við leikum okkur með forréttinn á milli ára en við ruggum ekki bátnum með því að ræða um að breyta aðalréttinum, hamborgarhryggur skal það vera og að sjálfsögðu heimatilbúið rauðkál,“ segir hún sposk. „Flækjustig rauðkálsins fer svo eftir skapi og tíma hverju sinni. Heimagert rauðkál er líka tilvalin jólagjöf handa vinum og ættingjum í fallegum krukkum.“Heimagert rauðkál er alltaf á borðum með hamborgarhryggnum á heimili Bryndísar en ekki alltaf eins. Rauðkál Bryndísar (Upprunalega uppskriftin kemur frá Friðriki V) 1 stór haus rauðkál (frá Sigrúnu Páls á Flúðum) ¾ bolli rauðvísedik eða 4% borðedik 1 stórt Jonagold-epli 1/2 bolli sykur 1 bolli Ribena-saft Sjóðið krukkur og lok. Skerið rauðkálið í fína strimla. Flysjið og kjarnhreinsið epli og skerið í fína bita. Setjið allt í pott og látið malla í 30 – 40 mínútur. Hrærið reglulega. Setjið kálið í krukkur og lokið á meðan það er heitt. Ef rauðkálið er sett í frystipoka þarf að láta það kólna vel áður. Gott er að merkja dagsetninguna þegar kálið er gert á pokann og henda í frystinn. Hærra flækjustig við upprunalegu uppskriftina, eftir skapi:Beikonflækja Bryndís svissar stundum eitt bréf af mögru beikoni í smjöri áður en rauðkáli og rest er blandað saman við. Jólaflækja Bæta við út í pottinn: 1 tsk. kanill ¼ tsk. negull ¼ tsk. múskatSultuflækja Í stað Ribena-saftarinnar er hægt að blanda bolla af rifsberjahlaupi saman við rauðkálið.
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin