Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðslu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. desember 2015 22:06 Fjölbreytt dagskrá hefur verið í skála Norrænu ráðherranefndarinnar í Le Bourget, ráðstefnusvæði loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París (COP21). Fulltrúar frá íslenskum orkufyrirtækjum á borð við Landsvirkjun og HS Orku hafa vakið athygli á orkubúskap Íslands og sett þá byltingu í samhengi við markmið ríkjanna í loftslagsmálum. Kynning á störfum Landgræðslu ríkisins vakti mikla athygli. Kynninguna sóttu meðal annars fulltrúar Mongólíu en landið glímir nú við verulega gróður- og jarðvegseyðingu. Vandamálið ógnar í raun framtíð Mongólíu og nágrannaríkja þar sem risavaxnir sandstormar sem myndast á skraufþurrum sléttum landsins teygja anga sína víða.Orkubúskapur Íslands fyrirmynd Í kringum 50% af orkunotkun Evrópusambandsins á rætur að rekja til húshitunar. Ljóst er að ef aðildarríki ESB vilja skera niður í losun gróðurhúsalofttegunda þá verður sá niðurskurður að eiga sér stað, að minnsta kosti að hluta, í þessum orkuflokki. Því horfa ríkin til jarðhita. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, Hildigunnur H. H. Thorsteinsdóttir hjá Reykjavík Energy, ásamt Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, og kollega hans hjá Landsvirkjun, Herði Árnasyni, fluttu stutt erindi um virkjun jarðhita og vatnsafls og umbyltingu Íslands í orkumálum. „Þetta er dæmisaga sem getur gengið víða annars staðar,“ segir Ásgeir. „Og hún er í gangi víða annars staðar. Það eru lönd sem nýta jarðhita og vatnsafl miklu meira en við en þessi kerfisbreyting sem hefur átt sér stað á Íslandi á undanförnum áratugum er einsdæmi. Við höfum sögu að segja og höfum breytt miklu í öðrum löndum með þekkingu okkar.“ Ásgeir bendir á að umhverfisvænn orkubúskapur geti jafnframt haft í för með séð jákvæðar félagslegar breytingar samhliða því að vera arðbær. „Þetta vilja aðrir taka upp og það er hægt að gera það,“ segir Ásgeir. Það kom fram í máli Ásgeirs á kynningunni að notkun jarðvarma í stað olíu hefur sparað Íslendingum um 100 milljarða króna á ári. „Við skulum hafa í huga að við höfum nú þegar leyst það sem hinar þjóðirnar stefna að,“ segir Hörður hjá Landsvirkjun. „86% af okkar orkuframleiðslu er nú þegar frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er í rauninni bara í samgöngum sem við erum ekki með hana. En það sem við erum með eru mjög sterkar auðlindir sem við höfum verið að nota langt umfram það sem við þurfum í raun og veru. Við höfum verið að flytja hana út með áli og öðru og það hefur haft afar jákvæð áhrif á umhverfismál heimsins. Við höfum dregið mikið úr losun annars staðar.“Þörf á hnattrænu grettistaki í landgræðslumálum Það verður að teljast nokkuð merkilegt hversu lítið fer fyrir umræðu um landhnignum og eyðimerkurmyndun á COP21. Um einn þriðji af akurlandi og ræktanlegu landi plánetunnar hefur orðið landrofi að bráð. Landgræðsla er mikilvægt vopn í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytingum. Með því að snúa eyðimerkurmyndun við er ekki aðeins verið að stemma stigu við hraðari breytingum á loftslagslagi heldur stuðlar hún að frekari upptöku kolefnis í jarðveg. Íslendingar hafa mikla reynslu af landgræðslu. Sjálfar höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholt, voru eitt sinn á staðsettar á sandauðn mikilli á Rangárvöllum. Í dag einkennir gróskumikill gróður landið við Gunnarsholt. „Við höfum gríðarlega mikla reynslu sem við erum að reyna að miðla til annarra þjóða. Við erum eina þjóðin í heiminum sem er að binda kolefni í jarðvegi og erum að fá það metið sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda og það hefur vakið gríðarlega athygli hér í París,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Þá bendir Sveinn á að Ísland hafi miðlað reynslu sinni í gegnum eina landgræðsluskóla heimsins en hann er rekinn af Sameinuðu Þjóðunum og utanríkisráðuneytinu, auk Landbúnaðarskólanum og Landgræðslunni. „Á ári hverju er svæði á stærð við Ísland sem eyðist,“ segir Sveinn. „Og þá tapast út í andrúmsloftið óheyrilegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Þessi eyðing er því miður alltaf að aukast í heiminum. Þannig að það er alveg með ólíkindum að það hafi ekki tekist með atorku margra vísindamanna og embættismanna að koma þessum skilaboðum að í loftslagssamningnum.“ Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Fjölbreytt dagskrá hefur verið í skála Norrænu ráðherranefndarinnar í Le Bourget, ráðstefnusvæði loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París (COP21). Fulltrúar frá íslenskum orkufyrirtækjum á borð við Landsvirkjun og HS Orku hafa vakið athygli á orkubúskap Íslands og sett þá byltingu í samhengi við markmið ríkjanna í loftslagsmálum. Kynning á störfum Landgræðslu ríkisins vakti mikla athygli. Kynninguna sóttu meðal annars fulltrúar Mongólíu en landið glímir nú við verulega gróður- og jarðvegseyðingu. Vandamálið ógnar í raun framtíð Mongólíu og nágrannaríkja þar sem risavaxnir sandstormar sem myndast á skraufþurrum sléttum landsins teygja anga sína víða.Orkubúskapur Íslands fyrirmynd Í kringum 50% af orkunotkun Evrópusambandsins á rætur að rekja til húshitunar. Ljóst er að ef aðildarríki ESB vilja skera niður í losun gróðurhúsalofttegunda þá verður sá niðurskurður að eiga sér stað, að minnsta kosti að hluta, í þessum orkuflokki. Því horfa ríkin til jarðhita. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, Hildigunnur H. H. Thorsteinsdóttir hjá Reykjavík Energy, ásamt Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, og kollega hans hjá Landsvirkjun, Herði Árnasyni, fluttu stutt erindi um virkjun jarðhita og vatnsafls og umbyltingu Íslands í orkumálum. „Þetta er dæmisaga sem getur gengið víða annars staðar,“ segir Ásgeir. „Og hún er í gangi víða annars staðar. Það eru lönd sem nýta jarðhita og vatnsafl miklu meira en við en þessi kerfisbreyting sem hefur átt sér stað á Íslandi á undanförnum áratugum er einsdæmi. Við höfum sögu að segja og höfum breytt miklu í öðrum löndum með þekkingu okkar.“ Ásgeir bendir á að umhverfisvænn orkubúskapur geti jafnframt haft í för með séð jákvæðar félagslegar breytingar samhliða því að vera arðbær. „Þetta vilja aðrir taka upp og það er hægt að gera það,“ segir Ásgeir. Það kom fram í máli Ásgeirs á kynningunni að notkun jarðvarma í stað olíu hefur sparað Íslendingum um 100 milljarða króna á ári. „Við skulum hafa í huga að við höfum nú þegar leyst það sem hinar þjóðirnar stefna að,“ segir Hörður hjá Landsvirkjun. „86% af okkar orkuframleiðslu er nú þegar frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er í rauninni bara í samgöngum sem við erum ekki með hana. En það sem við erum með eru mjög sterkar auðlindir sem við höfum verið að nota langt umfram það sem við þurfum í raun og veru. Við höfum verið að flytja hana út með áli og öðru og það hefur haft afar jákvæð áhrif á umhverfismál heimsins. Við höfum dregið mikið úr losun annars staðar.“Þörf á hnattrænu grettistaki í landgræðslumálum Það verður að teljast nokkuð merkilegt hversu lítið fer fyrir umræðu um landhnignum og eyðimerkurmyndun á COP21. Um einn þriðji af akurlandi og ræktanlegu landi plánetunnar hefur orðið landrofi að bráð. Landgræðsla er mikilvægt vopn í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytingum. Með því að snúa eyðimerkurmyndun við er ekki aðeins verið að stemma stigu við hraðari breytingum á loftslagslagi heldur stuðlar hún að frekari upptöku kolefnis í jarðveg. Íslendingar hafa mikla reynslu af landgræðslu. Sjálfar höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholt, voru eitt sinn á staðsettar á sandauðn mikilli á Rangárvöllum. Í dag einkennir gróskumikill gróður landið við Gunnarsholt. „Við höfum gríðarlega mikla reynslu sem við erum að reyna að miðla til annarra þjóða. Við erum eina þjóðin í heiminum sem er að binda kolefni í jarðvegi og erum að fá það metið sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda og það hefur vakið gríðarlega athygli hér í París,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Þá bendir Sveinn á að Ísland hafi miðlað reynslu sinni í gegnum eina landgræðsluskóla heimsins en hann er rekinn af Sameinuðu Þjóðunum og utanríkisráðuneytinu, auk Landbúnaðarskólanum og Landgræðslunni. „Á ári hverju er svæði á stærð við Ísland sem eyðist,“ segir Sveinn. „Og þá tapast út í andrúmsloftið óheyrilegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Þessi eyðing er því miður alltaf að aukast í heiminum. Þannig að það er alveg með ólíkindum að það hafi ekki tekist með atorku margra vísindamanna og embættismanna að koma þessum skilaboðum að í loftslagssamningnum.“
Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira