CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 10:57 Skjáskot úr Gunjack MYnd/CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar. Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar.
Leikjavísir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp