Bretar vilja skipta út dísilbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 15:56 Bílar sem brenna dísilolíu verða nú síóvinsælli vegna NOx mengunar þeirra. Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent