Félag atvinnurekenda vill lækka álagningu ÁTVR Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:55 Virðisaukaskattur áfengi mun lækka um áramótin en á móti mun áfengisgjald hækka. Vísir/GVA Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi. Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi.
Alþingi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira