Tilbrigði við tilvistina Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:00 The Valley er hugarsmíð Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur. Vísir/GVA Dans The Valley - Reykjavík Dance Festival - Tjarnarbíó Höfundar og dansarar: Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir Hljóðmynd: Sveinbjörn Thorarensen Sviðsmyndahönnun: Ragna Þórunn Ragnarsdóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Reykjavík Dance Festival sýnir um þessar mundir sinn fjórða umgang af fjölbreyttum dansverkum á þessu ári. Framtakinu verður að fagna því dansflóran hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri og góð hugmynd hjá skipuleggjendum að dreifa viðburðunum yfir árið. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói, opnunarverkið að þessu sinni er The Valley og frumsýningin var síðastliðinn fimmtudag. The Valley er runnin undan rifjum Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem báðar eru menntaðar við P.A.R.T.S.-dansskólann í Brussel. Titillinn vísar í hugtakið „the uncanny valley“ eða kynlegi dalurinn, hugmyndafræði þess vísar í viðbrögð og jafnvel viðbjóð fólks á mannlegum eiginleikum vélmenna. Mannkynið hefur sjaldan upplifað jafn hraða tækniþróun og nú þar sem mörkin á milli þess lífræna og tæknilega verða sífellt óljósari. Þrátt fyrir háfleyga hugmyndafræði hjá höfundum verksins er úrvinnslan sérlega góð og stutt í húmorinn. Kóreógrafían byggist á endurtekningum þar sem skýrar línur, samræmdar hreyfingar og naumhyggja blandast skemmtilega saman. Samvinna dansaranna er spennuþrungin, sorgleg og fyndin í senn. Þó voru þagnirnar stundum aðeins of langar, lágstemmdu sviðshreyfingarnar náðu ekki að fylla það tóm á vissum augnablikum. Hin fantagóða hljóðmynd er sköpuð af Ingu Huld og Rósu á sviðinu en umgjörðin er í höndum Sveinbjarnar Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill. Aftast á sviðinu er lítið hljóðver; tvær hillur fullar af hversdagslegum munum, plastílát með vatni og smáir sandkassar. Á ótrúlegan hátt tekst að framkalla náttúruhljóð sem minna á afvikinn stað í almenningsgarði, hljóðin eru síðan leidd í gegnum forrit sem endurvarpar og endurtekur hljóðmyndina. Þannig undirstrikast sú aftenging og firring sem fyrirfinnst í tæknivæddu nútímasamfélagi. Hvað er raunverulegt og hvað ekki? Skiptir það máli? Öll umgjörð The Valley er til fyrirmyndar. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir framkallar fíngerðar áherslur með hófstilltri sviðsmynd sem leynir á sér. Reyndar er sviðið í Tjarnarbíói ekki hið ákjósanlegasta til að horfa á dans, sérstaklega gólfvinnu, en nýja sætaskipanin er breyting til hins betra. Ragna vinnur vel með þessar takmarkanir og baksviðið fær að njóta sín. Lýsing Arnars Ingvarssonar er frumleg án þess að vera fyrirferðarmikil. Flúrljós ramma sviðið inn sem titrar í takt við dansinn og baklýsingin er einkar vel heppnuð. The Valley er ferskur blær inn í dansleikhús Íslands þar sem hugmyndafræði á til að kæfa sjálfar sýningarnar. Í þessu tilviki blandast hugmyndir og framkvæmd á flæðandi hátt og útkoman þar af leiðandi bæði áhugaverð og skemmtileg.Niðurstaða: Metnaðarfull sýning, full af vel heppnuðum útfærslum. Dans Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans The Valley - Reykjavík Dance Festival - Tjarnarbíó Höfundar og dansarar: Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir Hljóðmynd: Sveinbjörn Thorarensen Sviðsmyndahönnun: Ragna Þórunn Ragnarsdóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Reykjavík Dance Festival sýnir um þessar mundir sinn fjórða umgang af fjölbreyttum dansverkum á þessu ári. Framtakinu verður að fagna því dansflóran hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri og góð hugmynd hjá skipuleggjendum að dreifa viðburðunum yfir árið. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói, opnunarverkið að þessu sinni er The Valley og frumsýningin var síðastliðinn fimmtudag. The Valley er runnin undan rifjum Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem báðar eru menntaðar við P.A.R.T.S.-dansskólann í Brussel. Titillinn vísar í hugtakið „the uncanny valley“ eða kynlegi dalurinn, hugmyndafræði þess vísar í viðbrögð og jafnvel viðbjóð fólks á mannlegum eiginleikum vélmenna. Mannkynið hefur sjaldan upplifað jafn hraða tækniþróun og nú þar sem mörkin á milli þess lífræna og tæknilega verða sífellt óljósari. Þrátt fyrir háfleyga hugmyndafræði hjá höfundum verksins er úrvinnslan sérlega góð og stutt í húmorinn. Kóreógrafían byggist á endurtekningum þar sem skýrar línur, samræmdar hreyfingar og naumhyggja blandast skemmtilega saman. Samvinna dansaranna er spennuþrungin, sorgleg og fyndin í senn. Þó voru þagnirnar stundum aðeins of langar, lágstemmdu sviðshreyfingarnar náðu ekki að fylla það tóm á vissum augnablikum. Hin fantagóða hljóðmynd er sköpuð af Ingu Huld og Rósu á sviðinu en umgjörðin er í höndum Sveinbjarnar Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill. Aftast á sviðinu er lítið hljóðver; tvær hillur fullar af hversdagslegum munum, plastílát með vatni og smáir sandkassar. Á ótrúlegan hátt tekst að framkalla náttúruhljóð sem minna á afvikinn stað í almenningsgarði, hljóðin eru síðan leidd í gegnum forrit sem endurvarpar og endurtekur hljóðmyndina. Þannig undirstrikast sú aftenging og firring sem fyrirfinnst í tæknivæddu nútímasamfélagi. Hvað er raunverulegt og hvað ekki? Skiptir það máli? Öll umgjörð The Valley er til fyrirmyndar. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir framkallar fíngerðar áherslur með hófstilltri sviðsmynd sem leynir á sér. Reyndar er sviðið í Tjarnarbíói ekki hið ákjósanlegasta til að horfa á dans, sérstaklega gólfvinnu, en nýja sætaskipanin er breyting til hins betra. Ragna vinnur vel með þessar takmarkanir og baksviðið fær að njóta sín. Lýsing Arnars Ingvarssonar er frumleg án þess að vera fyrirferðarmikil. Flúrljós ramma sviðið inn sem titrar í takt við dansinn og baklýsingin er einkar vel heppnuð. The Valley er ferskur blær inn í dansleikhús Íslands þar sem hugmyndafræði á til að kæfa sjálfar sýningarnar. Í þessu tilviki blandast hugmyndir og framkvæmd á flæðandi hátt og útkoman þar af leiðandi bæði áhugaverð og skemmtileg.Niðurstaða: Metnaðarfull sýning, full af vel heppnuðum útfærslum.
Dans Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira