Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2015 06:00 Stoltir Evrópumeistarar með verðlaunin sín í gær. mynd/kjartan páll sæmundsson Helgin var heldur betur góð fyrir keppnislið Mjölnis sem tók þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA eða blönduðum bardagalistum. Íslenska liðið kemur heim frá Englandi með þrenn verðlaun í dag. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson urðu bæði Evrópumeistarar og Pétur Jóhannes Óskarsson fékk brons í sínum flokki. Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumót áhugamanna í MMA er haldið og voru skráðir keppendur 130 frá þrjátíu löndum. Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermendzhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. Allir dómararnir voru sammála um að Bjarki hefði haft betur en hann var ekki fjarri því að klára bardagann í lokalotunni. Yfirburðir hans leyndu sér þó ekki en Búlgarinn hafði klárað alla aðra andstæðinga sína í fyrstu lotu. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Frábær árangur. „Ég er alveg í skýjunum núna. Þetta er búin að vera ótrúleg vika hjá okkur öllum. Ég er ótrúlega ánægð og stolt,“ segir Sunna Rannveig en hún var enn að ná sér niður á jörðina er íþróttadeild heyrði í henni. Árangurinn kom henni ekki á óvart. „Ég kom hingað til þess að vinna þetta mót.“ Ætla mér að fara alla leiðÍslenski hópurinn sem tók þátt á EM.mynd/kjartan páll sæmundssonSunna Rannveig segist hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrsta bardagann sinn í mótinu en í gær var ekkert slíkt uppi á teningnum. „Ég var minnst stressuð fyrir úrslitabardagann. Mér leið betur með hverjum deginum og leið bara virkilega vel fyrir úrslitin. Þessi sænska stelpa er mjög góð í búrinu og einnig utan þess. Ég hef spjallað mikið við hana og kann afar vel við hana. Ég hafði bara betur að þessu sinni.“ Þessi þrítuga bardagakona segist seint munu gleyma stundinni er hún steig upp á verðlaunapallinn og svo var íslenski þjóðsöngurinn leikinn henni til heiðurs. „Það var alveg mögnuð stund. Þetta var óraunverulegt en samt svo fallegt. Það tók tíma að gera sér grein fyrir þessu og ég er enn að því en þó með gleði í hjarta,“ segir Sunna. Hún á ellefu ára gamla dóttur, Önnu Rakel, og fyrsta verk eftir verðlaunaafhendinguna var að heyra í dótturinni. „Ég heyrði í henni alveg um leið og ég var farin af pallinum. Ég heyri líka alltaf í henni fyrir bardaga og röddin hennar er venjulega það síðasta sem ég heyri áður en ég fer í hringinn. Mér líður alltaf vel þegar ég hef heyrt í henni.“ Sunna Rannveig ætlar ekki að láta hér við sitja enda á hún sér stærri drauma. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að fara í atvinnumennsku. Ég held að það verði bara næsta skref hjá mér. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég er að vinna mikið með æfingunum sem eru líka í rauninni full vinna. Það væri frábært að fá styrktaraðila sem gætu gert mér það kleift að einbeita mér algjörlega að íþróttinni,“ segir Sunna og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þá styrktaraðila sem hafa hjálpað henni á síðustu árum. „Stóra markmiðið er síðan að komast inn í UFC. Ég er staðráðin í því að fara alla leið.“ MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Helgin var heldur betur góð fyrir keppnislið Mjölnis sem tók þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA eða blönduðum bardagalistum. Íslenska liðið kemur heim frá Englandi með þrenn verðlaun í dag. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson urðu bæði Evrópumeistarar og Pétur Jóhannes Óskarsson fékk brons í sínum flokki. Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumót áhugamanna í MMA er haldið og voru skráðir keppendur 130 frá þrjátíu löndum. Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermendzhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. Allir dómararnir voru sammála um að Bjarki hefði haft betur en hann var ekki fjarri því að klára bardagann í lokalotunni. Yfirburðir hans leyndu sér þó ekki en Búlgarinn hafði klárað alla aðra andstæðinga sína í fyrstu lotu. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Frábær árangur. „Ég er alveg í skýjunum núna. Þetta er búin að vera ótrúleg vika hjá okkur öllum. Ég er ótrúlega ánægð og stolt,“ segir Sunna Rannveig en hún var enn að ná sér niður á jörðina er íþróttadeild heyrði í henni. Árangurinn kom henni ekki á óvart. „Ég kom hingað til þess að vinna þetta mót.“ Ætla mér að fara alla leiðÍslenski hópurinn sem tók þátt á EM.mynd/kjartan páll sæmundssonSunna Rannveig segist hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrsta bardagann sinn í mótinu en í gær var ekkert slíkt uppi á teningnum. „Ég var minnst stressuð fyrir úrslitabardagann. Mér leið betur með hverjum deginum og leið bara virkilega vel fyrir úrslitin. Þessi sænska stelpa er mjög góð í búrinu og einnig utan þess. Ég hef spjallað mikið við hana og kann afar vel við hana. Ég hafði bara betur að þessu sinni.“ Þessi þrítuga bardagakona segist seint munu gleyma stundinni er hún steig upp á verðlaunapallinn og svo var íslenski þjóðsöngurinn leikinn henni til heiðurs. „Það var alveg mögnuð stund. Þetta var óraunverulegt en samt svo fallegt. Það tók tíma að gera sér grein fyrir þessu og ég er enn að því en þó með gleði í hjarta,“ segir Sunna. Hún á ellefu ára gamla dóttur, Önnu Rakel, og fyrsta verk eftir verðlaunaafhendinguna var að heyra í dótturinni. „Ég heyrði í henni alveg um leið og ég var farin af pallinum. Ég heyri líka alltaf í henni fyrir bardaga og röddin hennar er venjulega það síðasta sem ég heyri áður en ég fer í hringinn. Mér líður alltaf vel þegar ég hef heyrt í henni.“ Sunna Rannveig ætlar ekki að láta hér við sitja enda á hún sér stærri drauma. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að fara í atvinnumennsku. Ég held að það verði bara næsta skref hjá mér. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég er að vinna mikið með æfingunum sem eru líka í rauninni full vinna. Það væri frábært að fá styrktaraðila sem gætu gert mér það kleift að einbeita mér algjörlega að íþróttinni,“ segir Sunna og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þá styrktaraðila sem hafa hjálpað henni á síðustu árum. „Stóra markmiðið er síðan að komast inn í UFC. Ég er staðráðin í því að fara alla leið.“
MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira