Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2015 06:00 Stoltir Evrópumeistarar með verðlaunin sín í gær. mynd/kjartan páll sæmundsson Helgin var heldur betur góð fyrir keppnislið Mjölnis sem tók þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA eða blönduðum bardagalistum. Íslenska liðið kemur heim frá Englandi með þrenn verðlaun í dag. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson urðu bæði Evrópumeistarar og Pétur Jóhannes Óskarsson fékk brons í sínum flokki. Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumót áhugamanna í MMA er haldið og voru skráðir keppendur 130 frá þrjátíu löndum. Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermendzhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. Allir dómararnir voru sammála um að Bjarki hefði haft betur en hann var ekki fjarri því að klára bardagann í lokalotunni. Yfirburðir hans leyndu sér þó ekki en Búlgarinn hafði klárað alla aðra andstæðinga sína í fyrstu lotu. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Frábær árangur. „Ég er alveg í skýjunum núna. Þetta er búin að vera ótrúleg vika hjá okkur öllum. Ég er ótrúlega ánægð og stolt,“ segir Sunna Rannveig en hún var enn að ná sér niður á jörðina er íþróttadeild heyrði í henni. Árangurinn kom henni ekki á óvart. „Ég kom hingað til þess að vinna þetta mót.“ Ætla mér að fara alla leiðÍslenski hópurinn sem tók þátt á EM.mynd/kjartan páll sæmundssonSunna Rannveig segist hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrsta bardagann sinn í mótinu en í gær var ekkert slíkt uppi á teningnum. „Ég var minnst stressuð fyrir úrslitabardagann. Mér leið betur með hverjum deginum og leið bara virkilega vel fyrir úrslitin. Þessi sænska stelpa er mjög góð í búrinu og einnig utan þess. Ég hef spjallað mikið við hana og kann afar vel við hana. Ég hafði bara betur að þessu sinni.“ Þessi þrítuga bardagakona segist seint munu gleyma stundinni er hún steig upp á verðlaunapallinn og svo var íslenski þjóðsöngurinn leikinn henni til heiðurs. „Það var alveg mögnuð stund. Þetta var óraunverulegt en samt svo fallegt. Það tók tíma að gera sér grein fyrir þessu og ég er enn að því en þó með gleði í hjarta,“ segir Sunna. Hún á ellefu ára gamla dóttur, Önnu Rakel, og fyrsta verk eftir verðlaunaafhendinguna var að heyra í dótturinni. „Ég heyrði í henni alveg um leið og ég var farin af pallinum. Ég heyri líka alltaf í henni fyrir bardaga og röddin hennar er venjulega það síðasta sem ég heyri áður en ég fer í hringinn. Mér líður alltaf vel þegar ég hef heyrt í henni.“ Sunna Rannveig ætlar ekki að láta hér við sitja enda á hún sér stærri drauma. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að fara í atvinnumennsku. Ég held að það verði bara næsta skref hjá mér. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég er að vinna mikið með æfingunum sem eru líka í rauninni full vinna. Það væri frábært að fá styrktaraðila sem gætu gert mér það kleift að einbeita mér algjörlega að íþróttinni,“ segir Sunna og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þá styrktaraðila sem hafa hjálpað henni á síðustu árum. „Stóra markmiðið er síðan að komast inn í UFC. Ég er staðráðin í því að fara alla leið.“ MMA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Helgin var heldur betur góð fyrir keppnislið Mjölnis sem tók þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA eða blönduðum bardagalistum. Íslenska liðið kemur heim frá Englandi með þrenn verðlaun í dag. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson urðu bæði Evrópumeistarar og Pétur Jóhannes Óskarsson fékk brons í sínum flokki. Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumót áhugamanna í MMA er haldið og voru skráðir keppendur 130 frá þrjátíu löndum. Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermendzhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. Allir dómararnir voru sammála um að Bjarki hefði haft betur en hann var ekki fjarri því að klára bardagann í lokalotunni. Yfirburðir hans leyndu sér þó ekki en Búlgarinn hafði klárað alla aðra andstæðinga sína í fyrstu lotu. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Frábær árangur. „Ég er alveg í skýjunum núna. Þetta er búin að vera ótrúleg vika hjá okkur öllum. Ég er ótrúlega ánægð og stolt,“ segir Sunna Rannveig en hún var enn að ná sér niður á jörðina er íþróttadeild heyrði í henni. Árangurinn kom henni ekki á óvart. „Ég kom hingað til þess að vinna þetta mót.“ Ætla mér að fara alla leiðÍslenski hópurinn sem tók þátt á EM.mynd/kjartan páll sæmundssonSunna Rannveig segist hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrsta bardagann sinn í mótinu en í gær var ekkert slíkt uppi á teningnum. „Ég var minnst stressuð fyrir úrslitabardagann. Mér leið betur með hverjum deginum og leið bara virkilega vel fyrir úrslitin. Þessi sænska stelpa er mjög góð í búrinu og einnig utan þess. Ég hef spjallað mikið við hana og kann afar vel við hana. Ég hafði bara betur að þessu sinni.“ Þessi þrítuga bardagakona segist seint munu gleyma stundinni er hún steig upp á verðlaunapallinn og svo var íslenski þjóðsöngurinn leikinn henni til heiðurs. „Það var alveg mögnuð stund. Þetta var óraunverulegt en samt svo fallegt. Það tók tíma að gera sér grein fyrir þessu og ég er enn að því en þó með gleði í hjarta,“ segir Sunna. Hún á ellefu ára gamla dóttur, Önnu Rakel, og fyrsta verk eftir verðlaunaafhendinguna var að heyra í dótturinni. „Ég heyrði í henni alveg um leið og ég var farin af pallinum. Ég heyri líka alltaf í henni fyrir bardaga og röddin hennar er venjulega það síðasta sem ég heyri áður en ég fer í hringinn. Mér líður alltaf vel þegar ég hef heyrt í henni.“ Sunna Rannveig ætlar ekki að láta hér við sitja enda á hún sér stærri drauma. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að fara í atvinnumennsku. Ég held að það verði bara næsta skref hjá mér. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég er að vinna mikið með æfingunum sem eru líka í rauninni full vinna. Það væri frábært að fá styrktaraðila sem gætu gert mér það kleift að einbeita mér algjörlega að íþróttinni,“ segir Sunna og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir þá styrktaraðila sem hafa hjálpað henni á síðustu árum. „Stóra markmiðið er síðan að komast inn í UFC. Ég er staðráðin í því að fara alla leið.“
MMA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira